Handbolti

Alexei Trúfan látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexei Trúfan lyftir deildarmeistarabikarnum 1997, fyrsta titlinum í sögu Aftureldingar.
Alexei Trúfan lyftir deildarmeistarabikarnum 1997, fyrsta titlinum í sögu Aftureldingar.

Alexei Trúfan, fyrrverandi handboltamaður, er látinn, 61 árs að aldri.

Trúfan kom fyrst hingað til lands frá Sovétríkjunum 1990 og gekk í raðir Víkings. Á fyrsta tímabili hans með Víkingi endaði liðið í 2. sæti í deild og bikar og Trúfan var valinn besti varnarmaður efstu deildar.

Hann lék með FH tímabilið 1992-93 þegar liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Trúfan fór svo til Aftureldingar sem hann lék með til 2000, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann var spilandi þjálfari Víkings.

Trúfan var í lykilhlutverki í vörn Aftureldingar sem varð deildarmeistari tímabilið 1996-97. Það var fyrsti titilinn í sögu félagsins. Mosfellingar komust einnig í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu fyrir KA, 3-1.

Tímabilið 1998-99 vann Afturelding allt sem í boði var; urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Mosfellingar urðu aftur deildarmeistarar tímabilið 1999-2000.

Trúfan lék einnig nokkra leiki með Val tímabilið 2002-03, þá kominn vel yfir fertugt. Hann er almennt talinn einn besti varnarmaður sem hefur leikið hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×