Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2020 09:00 Leikmenn Liverpool tollera Jürgen Klopp eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Nú lítur út fyrir að Liverpool fái að klára tímabilið og þar með vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn i 30 ár. vísir/getty Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira