Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2020 09:00 Leikmenn Liverpool tollera Jürgen Klopp eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Nú lítur út fyrir að Liverpool fái að klára tímabilið og þar með vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn i 30 ár. vísir/getty Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira