Tíu ár frá því Fulham skellti Juventus eftirminnilega | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 14:30 Clint Dempsey fagnar eftir að hafa skorað stórkostlegt mark gegn Juventus. vísir/getty Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010. Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira