Tíu ár frá því Fulham skellti Juventus eftirminnilega | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 14:30 Clint Dempsey fagnar eftir að hafa skorað stórkostlegt mark gegn Juventus. vísir/getty Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010. Evrópudeild UEFA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti