Þrítugur prestur á Akranesi: Tekur Bachelor kvöld með stelpunum og vill rétta ímynd kirkjunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:30 Þóra Björg er í dag í starfsþjálfun að verða prestur á Akranesi. Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira