Fótbolti

Félag Kolbeins biður stuðningsmenn um tugi milljóna

Sindri Sverrisson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK þurfa að bíða með að byrja tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni.
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK þurfa að bíða með að byrja tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni. VÍSIR/GETTY

Íþróttafélög úti um allan heim þurfa nú að sníða sér stakk eftir vexti vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem hefur sett mestallt íþróttalíf úr skorðum.

Sænska stórveldið AIK, sem meðal annars er með Kolbein Sigþórsson á launaskrá, er þar á meðal. Byrjun tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni hefur til að mynda verið frestað fram í lok maí hið minnsta. 

AIK hefur nú kallað eftir því að stuðningsmenn styrki það með fjárframlögum. Í yfirlýsingu frá félaginu er bent á að ekki sé hægt að taka neinu sem sjálfgefnu í lífinu, hvorki að fótbolti sé spilaður eða að knattspyrnufélög séu eilíf.

Upphaflega stóð á heimasíðu AIK að félagið þyrfti að tryggja sér 5 milljónir sænskra króna, jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenska króna, fyrir 31. maí. Orðalaginu var svo breytt og sagt að markmiðið væri að safna þeirri upphæð.

Håkan Strandlund, formaður AIK, sagði svo við Fotbollskanalen að ekki væri um neyðarástand að ræða. Félagið þyrfti hins vegar að bregðast við breyttum aðstæðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×