Segir að Liverpool verði alltaf í skugga Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 09:30 Liverpool og Manchester United unnu Meistaradeildina með tuttugu ára millibili með þessum liðum, Liverpool 2019 og Manchester United 1999. Samsett/Getty Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira