Liverpool og Man. Utd meðal liða sem vilja henda Man. City út úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 12:30 Pep Guardiola er örugglega mjög ósáttur með það að mörg lið í ensku úrvalsdeildinni hafi nú sameinast um það að pressa á það að Manchester City verði hent út úr Meistaradeildinni. Getty/James Baylis Liverpool og Manchester United eru sögð vera meðal þeirra átta liða sem vilja koma veg fyrir þátttöku Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi Manchester City á dögunum í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut reglur UEFA um rekstur fótboltafélaga. Manchester City áfrýjaði dómnum strax til Alþjóðaíþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport, en það mun verði einhver bið á því að það verði tekið fyrir vegna ástandsins út af útbreiðslu kórónuveirunnar. Daily Mail hefur nú heimildir fyrir því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum. Af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eru það aðeins Manchester City og Sheffield United sem skrifuðu ekki undir þessa beiðni um að banna Manchester City frá þáttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það þýðir að meðal félaga sem vilja henda Manchester City út úr Meistaradeildinni eru erkifjendur þeirra í Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Öll þessu félög sendu bréf til sama lögfræðifyrirtækis sem sendi sína beiðni inn fyrir hönd allra átta félaganna. Í bréfinu mótmæla félögin því harðlega að Manchester City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð verði ekki búið að taka fyrir áfrýjun þeirra hjá CAS dómstólnum. Premier League rivals launch bid to stop Manchester City playing in Europe https://t.co/vmHUUSwzIa— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að Manchester City trúi því að ákveðnir aðilir hafa farið fyrir þessu máli gegn þeim og þessar fréttir muni aðeins styðja þá kenningu. Það er hins vegar skoðun þessara félaga sem um ræðir að nóg sé komið og að Manchester City hafi alltof lengi komist upp með það að virða ekki reglur UEFA um rekstur félaga. Félögin hafi nú áhyggjur af því að það muni taka langan tíma að klára málið fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum og á meðan geti Manchester City tekið þátt í Meistaradeildinni á kostnað einhvers þeirra. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Liverpool og Manchester United eru sögð vera meðal þeirra átta liða sem vilja koma veg fyrir þátttöku Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi Manchester City á dögunum í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut reglur UEFA um rekstur fótboltafélaga. Manchester City áfrýjaði dómnum strax til Alþjóðaíþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport, en það mun verði einhver bið á því að það verði tekið fyrir vegna ástandsins út af útbreiðslu kórónuveirunnar. Daily Mail hefur nú heimildir fyrir því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum. Af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eru það aðeins Manchester City og Sheffield United sem skrifuðu ekki undir þessa beiðni um að banna Manchester City frá þáttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það þýðir að meðal félaga sem vilja henda Manchester City út úr Meistaradeildinni eru erkifjendur þeirra í Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Öll þessu félög sendu bréf til sama lögfræðifyrirtækis sem sendi sína beiðni inn fyrir hönd allra átta félaganna. Í bréfinu mótmæla félögin því harðlega að Manchester City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð verði ekki búið að taka fyrir áfrýjun þeirra hjá CAS dómstólnum. Premier League rivals launch bid to stop Manchester City playing in Europe https://t.co/vmHUUSwzIa— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að Manchester City trúi því að ákveðnir aðilir hafa farið fyrir þessu máli gegn þeim og þessar fréttir muni aðeins styðja þá kenningu. Það er hins vegar skoðun þessara félaga sem um ræðir að nóg sé komið og að Manchester City hafi alltof lengi komist upp með það að virða ekki reglur UEFA um rekstur félaga. Félögin hafi nú áhyggjur af því að það muni taka langan tíma að klára málið fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum og á meðan geti Manchester City tekið þátt í Meistaradeildinni á kostnað einhvers þeirra.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira