Fótbolti

Upprifjun á mögnuðum leik United og Real þar sem Ronaldo eldri stal senunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Real fagna í bakgrunn en Nistelrooy svekkir sig. Hollendingurinn skoraði eitt marka leiksins.
Leikmenn Real fagna í bakgrunn en Nistelrooy svekkir sig. Hollendingurinn skoraði eitt marka leiksins. vísir/getty

Á miðvikudagskvöldum næstu vikurnar verður þátturinn UCL Classic Matches á dagskrá Stöðvar 2 Sports en þar eru rifjaðir upp þrír klassískir Meistaradeildarinnar og þeir greindir í þaula.

Leikurinn var liður í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hafði United tapaði útileiknum á Spáni 3-1. Þeir þurftu því kraftaverk á heimavelli til þess að komast áfram í undanúrslitin.

Hinn brasilíski Ronaldo kom Real Madrid yfir á 12. mínútu en á 43. mínútu jafnaði Ruud van Nistelrooy. Ronaldo var aftur á ferðinni á 50. mínútu en tveimur mínútum síðar var staðan aftur orðinn jöfn er Ivan Helguera gerði sjálfsmark.

Ronaldo var ekki hættur og fullkomnaði þrennuna á 59. mínútu en David Beckham sem hafði komið inn af bekknum eftir rúmlega klukkutímaleik jafnaði metin á 71. mínútu.

Beckham var aftur á ferðinni á 85. mínútu en United náði ekki að komast nær og lokatölur samanlagt 6-5 sigur Real Madrid. Real datt svo út í undanúrslitunum fyrir Juventus sem tapaði úrslitaleiknum gegn grönnum sínum í AC Milan. 

Úrslitaleikurinn fór fram á Old Trafford í Manchester.

Manchester United (4-3-3): Barthez; Brown, Ferdinand, Silvestre (P Neville, 79), O'Shea; Veron (Beckham, 63), Keane (Fortune, 82), Butt; Solskjaer, Van Nistelrooy, Giggs

Real Madrid (4-3-2-1): Casillas; Salgado, Hierro, Helguera, Roberto Carlos; Makelele, Guti, McManaman (Portillo, 69); Figo (Pavon, 88), Zidane; Ronaldo (Solari, 67)

Klippa: 2003: Man. United - Real Madrid



Fleiri fréttir

Sjá meira


×