Emil var að klára sóttkvína í gær og hefði náð leiknum: Ætlar á EM 2021 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 10:00 Emil Hallfreðsson bregður á leik í myndatöku íslenska landsliðsins fyrir HM í Rússlandi 2018. Getty/Stuart Franklin Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur Í Bítinu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi í morgun en hann ræddi þá við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um það hvernig hefur gengið hjá honum síðustu vikur. Í dag átti að fara fram umspilsleikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum en honum var frestað vegna COVID-19 og fer ekki fram fyrr en í júní. Emil hafði drifið sig heim frá Ítalíu fyrir tveimur vikum til að komast út úr sóttkví fyrir leikinn. Klippa: Bítið - Emil Hallfreðsson Þetta veður hefði hentað okkur vel „Við vorum að klára sóttkvína í gær og ég hefði getað verið klár í leikinn ef hann hefði verið spilaður í dag,“ sagði Emil Hallfreðsson en hann var þá nýbúinn að kíkja út um gluggann. „Er ekki bara fallegt veður. Fallegur snjór og bara kósí,“ sagði Emil í léttum tón. Hann hefði verið til í að spila leikinn í þessu veðri á Laugardalsvelli í kvöld. Emil Hallfreðsson í baráttu við Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi 2018.Getty/Gabriel Rossi „Ég held að það hefði hentað okkur mjög vel. Við erum góðir í svona veðri. Ég hefði klárlega spilað og allir hefði verið til í að spila hérna. Miðað við aðstæður þá var það ekki hægt en við verðum bara að vera tilbúnir þegar leikdagurinn rennur upp,“ sagði Emil. Reyndi ekkert á hjónabandið Hvernig er búin að vera hjá Emil í sóttkví í hálfan mánuð? „Það er búið að vera mjög fínt ef ég segi alveg eins og er. Við erum vön að vera mikið fjögur saman þegar við erum úti. Þetta var bara gaman. Fjölskyldan var mikið saman og að gera hluti saman sem við höfum kannski ekki gefið okkur mikinn tíma í,“ sagði Emil. Gunnlaugur Helgason vildi vita hvort að þetta hafi reynt á hjónabandið. „Nei ekki neitt. Þetta var bara gæðatími fyrir okkur,“ sagði Emil en hann á marga vini og kunningja á Ítalíu þar sem ástandið er mjög slæmt. Hefur hann verið í sambandi við Ítalíu? Emil Hallfreðsson kyssir eiginkonu sína Ásu Maríu Reginsdóttur eftir einn leik íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi sumarið 2018.Getty/Maja Hitij Talar mikið við vini sína á Ítalíu „Já ég tala reglulega við vini mína á Ítalíu og þar er ástandið búið að vera mjög erfitt. Ég er bara að vonast til þess að hverjum degi að heyra einhverjar góðar fréttir. Það var aðeins um jákvæðar fréttir í gær, aðeins minna um smit og aðeins færri sem létust. Þeir eru að vonast til þess að vera búnir að toppa og ég vona það svo innilega því þetta er búið að vera hræðilegt fyrir þau,“ sagði Emil. Emil og fjölskylda hans flutti aftur til Ítalíu fyrir nokkrum mánuðum en voru þau búin að koma sér fyrir þegar þau ákváðu að flýja heim. „Við vorum nokkurn veginn búin að koma okkur fyrir. Þegar þetta kom upp og ég átti að koma heim í landsleikina þá ákváðum við að koma öll heim saman. Það var ekki búinn að vera skóli fyrir krakkana í mánuð og þegar það er uppi svona óvissuástand þá er best að vera heima hjá fjölskyldunni á Íslandi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson ætlar að halda sér í landsliðsformi næsta árið og hefur sett stefnuna á EM 2021.Getty/Hector Vivas Hefur nú bara eitt ár í viðbót Nú er búið að fresta Evrópumótinu um eitt ár en breytir það einhverju fyrir Emil hvað varðar landsliðið? „Nei ég held ekki. Það breytir því bara að það er bara ár eftir. Ég hef bara eitt ár í viðbót til að undirbúa mig og vinna í því að vera í toppstandi þegar það er. Ég sé það bara svoleiðis,“ sagði Emil. „Verðum við ekki bara að líta á það þannig að við fáum eitt ár í viðbót til að undirbúa okkur en við eigum enn þá eftir að komast á EM. Við fáum núna aðeins lengri og betri tíma til að undirbúa okkur fyrir þessa úrslitaleiki til þess að komast á EM,“ sagði Emil. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Bítið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur Í Bítinu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi í morgun en hann ræddi þá við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um það hvernig hefur gengið hjá honum síðustu vikur. Í dag átti að fara fram umspilsleikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum en honum var frestað vegna COVID-19 og fer ekki fram fyrr en í júní. Emil hafði drifið sig heim frá Ítalíu fyrir tveimur vikum til að komast út úr sóttkví fyrir leikinn. Klippa: Bítið - Emil Hallfreðsson Þetta veður hefði hentað okkur vel „Við vorum að klára sóttkvína í gær og ég hefði getað verið klár í leikinn ef hann hefði verið spilaður í dag,“ sagði Emil Hallfreðsson en hann var þá nýbúinn að kíkja út um gluggann. „Er ekki bara fallegt veður. Fallegur snjór og bara kósí,“ sagði Emil í léttum tón. Hann hefði verið til í að spila leikinn í þessu veðri á Laugardalsvelli í kvöld. Emil Hallfreðsson í baráttu við Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi 2018.Getty/Gabriel Rossi „Ég held að það hefði hentað okkur mjög vel. Við erum góðir í svona veðri. Ég hefði klárlega spilað og allir hefði verið til í að spila hérna. Miðað við aðstæður þá var það ekki hægt en við verðum bara að vera tilbúnir þegar leikdagurinn rennur upp,“ sagði Emil. Reyndi ekkert á hjónabandið Hvernig er búin að vera hjá Emil í sóttkví í hálfan mánuð? „Það er búið að vera mjög fínt ef ég segi alveg eins og er. Við erum vön að vera mikið fjögur saman þegar við erum úti. Þetta var bara gaman. Fjölskyldan var mikið saman og að gera hluti saman sem við höfum kannski ekki gefið okkur mikinn tíma í,“ sagði Emil. Gunnlaugur Helgason vildi vita hvort að þetta hafi reynt á hjónabandið. „Nei ekki neitt. Þetta var bara gæðatími fyrir okkur,“ sagði Emil en hann á marga vini og kunningja á Ítalíu þar sem ástandið er mjög slæmt. Hefur hann verið í sambandi við Ítalíu? Emil Hallfreðsson kyssir eiginkonu sína Ásu Maríu Reginsdóttur eftir einn leik íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi sumarið 2018.Getty/Maja Hitij Talar mikið við vini sína á Ítalíu „Já ég tala reglulega við vini mína á Ítalíu og þar er ástandið búið að vera mjög erfitt. Ég er bara að vonast til þess að hverjum degi að heyra einhverjar góðar fréttir. Það var aðeins um jákvæðar fréttir í gær, aðeins minna um smit og aðeins færri sem létust. Þeir eru að vonast til þess að vera búnir að toppa og ég vona það svo innilega því þetta er búið að vera hræðilegt fyrir þau,“ sagði Emil. Emil og fjölskylda hans flutti aftur til Ítalíu fyrir nokkrum mánuðum en voru þau búin að koma sér fyrir þegar þau ákváðu að flýja heim. „Við vorum nokkurn veginn búin að koma okkur fyrir. Þegar þetta kom upp og ég átti að koma heim í landsleikina þá ákváðum við að koma öll heim saman. Það var ekki búinn að vera skóli fyrir krakkana í mánuð og þegar það er uppi svona óvissuástand þá er best að vera heima hjá fjölskyldunni á Íslandi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson ætlar að halda sér í landsliðsformi næsta árið og hefur sett stefnuna á EM 2021.Getty/Hector Vivas Hefur nú bara eitt ár í viðbót Nú er búið að fresta Evrópumótinu um eitt ár en breytir það einhverju fyrir Emil hvað varðar landsliðið? „Nei ég held ekki. Það breytir því bara að það er bara ár eftir. Ég hef bara eitt ár í viðbót til að undirbúa mig og vinna í því að vera í toppstandi þegar það er. Ég sé það bara svoleiðis,“ sagði Emil. „Verðum við ekki bara að líta á það þannig að við fáum eitt ár í viðbót til að undirbúa okkur en við eigum enn þá eftir að komast á EM. Við fáum núna aðeins lengri og betri tíma til að undirbúa okkur fyrir þessa úrslitaleiki til þess að komast á EM,“ sagði Emil.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Bítið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira