Hermann Hreiðars: Hentar okkur frábærlega af því að það vantar mikið þegar það vantar Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik á móti heimsmeisturum Frakka. Hann er íslenska landsliðinu afar dýrmætur. Getty/ Jean Catuffe Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira