Everton er eitt af fjórum félögum sem hafa áhuga á að fá varnarmanninn Gabriel Magalhaes en hann er á mála hjá Lille í Frakklandi.
Annað enskt félag sem og tvö félög á Ítalíu eru einnig áhugasöm um varnarmanninn en talið er að hann mun semja við nýtt félag innan tíu daga og ganga í raðir liðsins í sumar.
Þessi 22 ára varnarmaður gekk í raðir Lille frá brasilíska liðinu Avai árið 2017 fyrir 1,5 milljónir punda en nú er hann talinn kosta í kringum þrjátíu milljónir punda eftir flotta frammistöðu með Lille á leiktíðinni.
Everton Agree Contract With Lille Defender Gabriel Magalhães Ahead of Summ... #Everton https://t.co/3FlktFwmnr pic.twitter.com/0boYa9Mm4H
— Everton Report (@Everton_Fanly) March 26, 2020
Arsenal og Tottenham voru einnig sögð áhugasöm um varnarmanninn en óvíst er hvort að þau hafa enn áhuga. Magalhaes er einn þeirra sem hefur vakið mikla athygli hjá skemmtilegu liði Lille undir stjórn Christophe Galtier.
Aðrir leikmenn Lille hafa vakið athygli stórliða. Miðjumaðurinn Boubakary Soumare hefur vakið áhuga Man. United og Chelsea en sóknarmaðurinn Victor Osimhen er sagður á lista Liverpool, Chelsea og Tottenham.