Bayern München, Borussia Dortmund, RB Leipzig og Bayer Leverkusen hafa ákveðið að leggja til átján milljónir evra til þess að hjálpa knattspyrnufélögum í efstu tveimur deildunum í Þýskalandi.
Mörg þýsk knattspyrnufélög eru í miklum vandræðum þessa daganna vegna kórónuveirunnar og því ákváðu risarnir að taka sig til og hjálpa öðrum í Bundesligunni og 2. Bundesligu.
Þeir tóku 11,4 milljónir punda af sjónvarpssamningi sínum sem og 6,9 milljónir punda úr sínum eigin banka til þess að hjálpa félögunum en mörg félög í Þýskalandi sjá fram á erfiða tíma á næstu dögum og vikum vegna veirunnar.
Þýska knattspyrnusambandið mun fá milljónirnar átján og munu þeir ákveða á fundi á miðvikudaginn hvernig peningunum verður skipt. Þeir sögðust vera afar þakklátir fyrir þetta myndarlega framlag frá Meistaradeildarfélögunum fjórum.
Borussia Dortmund, along side with the three other German Champions League clubs, will make 20 million of financial support available for clubs of the Bundesliga and 2. Bundesliga. pic.twitter.com/ZHHAvmrKh7
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) March 26, 2020