Friends-pöbbkviss fyrir tíma sóttkvíar og einangrunar Heiðar Sumarliðason skrifar 29. mars 2020 10:51 Vinir að eilífu. Heil sextán ár eru frá því að síðasti þáttur Friends var framleiddur. Það er í raun ótrúlegt hve vinsældir Vinanna sex frá New York hafa haldist stöðugar. Þar sem fólk hittir vini sína lítið á tímum Covid-krísu er ekki úr vegi að henda í eitt stykki pöbb kviss um sexmenningana til að stytta veikum og einangruðum stundir. Svörin birtast svo neðst í greininni. Viðbúin, tilbúin, af stað! Spurningarnar 1. Friends-þættirnir hófu göngu sína á NBC-sjónvarpsstöðinni árið 1994 og voru settir beint á fimmtudaga, vinsælasta kvöld stöðvarinnar og voru hluti af Must-See-TV-dagskrá NBC, ásamt Seinfeld og ER. Skömmu síðar tók Stöð 2 þættina til sýningar á Íslandi, en á hvaða kvöldum voru þeir sýndir hér á landi? 2. Í þættinum The One Where Chandler Can´t Remember Which Sister verður Chandler dauðadrukkinn og kelar við eina af systrum Joey, en daginn eftir man hann ekki hver þeirra það var. Hvað hét systirin sem hann kelaði við? 3. Í þættinum The One with the Screamer eru Ross og Rachel nýlega hætt saman. Þegar hópur fólks fer saman í leikhús tekur Rachel með sér mann sem öskrar á gamalt fólk í leikhúsinu sem er í sætinu hans. Ross er sá eini sem sér þetta, en enginn trúir honum þegar hann segir frá. Hver leikur öskrarann? 4. Þegar Rachel snýr aftur til vinnu eftir barnsburð er búið að ráða mann að nafni Gavin til að sinna starfinu hennar. Í þættinum The One with Phoebe´s Rats spyr Gavin hvert sé eftirnafn Tags, gamla aðstoðarmanns hennar (og kærasta). Hún man það ekki. En manst þú hvert er eftirnafn Tags? Krúttið Tag. 5. Í þættinum The One Where Ross Can´t Flirt kemur amma Joeys í heimsókn til að sjá barnabarn sitt leika í lögregluþætti. Hinsvegar er búið að klippa senu hans út úr þættinum og til að gabba ömmuna tekur hann upp myndband af sjálfum sér með leikfangabyssu og sýnir henni í sjónvarpinu. En hvað hét sjónvarpsþáttaröðin sem hann var klipptur út úr? 6. Chandler Bing var aldrei sáttur við föður sinn. Aðallega vegna þess að hann málaði sig og gekk í kjól. Þegar við loks fáum að kynnast föður hans í þættinum The One with Chandler´s Dad er hann söngvari á dragklúbbi í Las Vegas. En hver leikur föðurinn? 7. Hver æpti í sífellu „pivot!“ þegar vinirnir voru að flytja sófa upp stiga í þættinum The One With The Cop? 8. Eitt sinn varð einn vinurinn svo reiður við annan vininn að hann, eða hún sagði: „You’re so far past the line, you can’t even see the line. The line is a dot to you.“ Hver segir þetta og við hvern? 9. Ross er um margt sérstakur karakter. Eitt af því sérstakara sem hann tekur upp á er að fá sér apann Marcel. Á endanum þarf hann að gefa Marcel, sem þó dúkkar síðar upp í þættinum The One After the Superbowl: Part 2. Þá er hann orðinn kvikmyndastjarna og er að leika í kvikmyndinni Outbreak 2. En hver er undirtitill myndarinnar? Belgíski leikarinn Jean Claude Van-Damme átti að leika aðalhlutverkið í ímyndaðri bíómynd sem apinn Marcel kom fram í. 10. Þegar allir jólasveinabúningarnir eru í útleigu eru góð ráð dýr, hverslags búningi mætir Ross í til að gleðja son sinn? 11. Chandler átti framan af þáttaröðinni erfitt með að finna sér kærustu. Hann kemst þó á séns með yfirkonu Rachel, sem síðan handjárnar hann við skúffu og skilur hann þar eftir í þættinum The One with the Cuffs. En hvar skilur hún hann eftir? 12. Þegar vinirnir heimsækja strandhús í þættinum The One with the Jellyfish lendir Monica í því að vera stungin af marglyttu. Einn vinanna pissar svo á sárið (sem er eitthvað sem á ekki að gera), en hver er það sem mígur á fót Monicu? 13. Þegar Monica tekur að sér stöðu yfirkokks á veitingastaðnum Alessandro´s eru starfsmenn staðarins ekki sérlega ánægðir með þann ráðahag. Í þættinum The One with the Girl From Poughkeepsie krota þeir skilaboð á kokkahúfuna hennar. Hver eru þau? 14. Í þættinum The One with Chandler in the Bank, festist hann inni í hraðbanka með þekktri fyrirsætu, sem leikur sjálfa sig í þættinum. Hvað heitir fyrirsætan? Chandler festist inni í hraðbanka með þekktri fyrirsætu. 15. Í þættinum The One with Ross´s Wedding fer Rachel svo mikið í taugarnar á manninum sem situr við hlið hennar í flugi að hann setur upp heyrnartól og byrjar að hlusta á tónlist. Síðar þegar Rachel er búin að segja manninum hinum megin við ganginn að hún sé á leið til London til að stöðva brúðkaup, tekur sessunautur hennar niður heyrnartólin og segir henni að hún sé hræðileg manneskja. Hvaða breski leikari (sem reyndar er þekktastur fyrir að túlka hlutverk Bandaríkjamanns í vinsælli þáttaröð) túlkaði hlutverk mannsins sem í kreditlistanum er kallaður: The Gentleman on the Plane? 16. Ross notar japanska orðið „unagi“ til að tala um ástand fullkominnar meðvitundar um umhverfi sitt í þættinum The One With Unagi. Þetta er kolrangt hjá Ross því „unagi“ þýðir eitthvað allt annað (orðið sem Ross hefði átt að nota að er „zanshin“). Hvað þýðir orðið „unagi?“ 17. Í þættinum The One Where Estelle Dies rekast Chandler og Monica á Janice, fyrrverandi kærustu Chandlers. Þau komast að því að hún er að velta fyrir sér að kaupa húsið við hliðina á nýja húsi Monicu og Chandlers. Hvað segja þau við hana svo hún hætti við kaupin? 18. Í þættinum The One with the Butt fær Joey hlutverk í stórmynd, en hann á að vera staðgengill fyrir rass frægs leikara. Hver er leikarinn frægi? 19. Ursula, tvíburasystir Phoebe, birtist öðru hvoru í þáttunum. Í þættinum The One Where Chandler Can´t Cry kemur maður upp að Phoebe og segist vera hennar mesti aðdáandi. Phoebe þykir þetta eðlilegasti hlutur, en kemst svo að því að hann taldi hana vera Ursulu, sem nú hefur hafið að leika í klámmyndum. En hvert er klámstjörnunafn Ursulu? Ursula og Phoebe mætast frammi á gangi. 20. Leikkonan Sheryl Fenn, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks, leikur gestahlutverk í þættinum The One with Phoebe´s Ex-Partner. Þar leikur hún Ginger, einfætta fyrrum kærustu Joeys, sem hefur ekki séð hann frá því hann stakk hana af þegar þau eyddu helgi saman í sumarhúsi. Hún byrjar svo með Chandler, en hættir með honum skömmu síðar. Hversvegna hættir hún með honum? 21. Í þættinum The One with the Rumor kemur Will, gamall vinur Ross, í heimsókn. Will þessi er leikinn af Brad Pitt, sem þá var eiginmaður leikkonunnar Jennifer Aniston. Will hatar Rachel, persónu Aniston, út af lífinu eftir framkomu hennar við hann í menntaskóla. Upp úr kafinu kemur að Will og Ross komu af stað orðrómi um Rachel á þessum tíma, út á hvað gekk orðrómurinn? 22. Í þættinum The One with the Lesbian Wedding fer fram brúðkaup Susan og Carol, fyrrum eiginkonu Ross. Þar birtist persóna sem kemur öðru hvoru fram í þáttunum og segir þessa fleygu setningu: „What´s new in sex?“ Hvaða persóna segir þetta? 23. Í þættinum The One Where Dr. Ramoray Dies, segir Joey frá því í viðtali að hann skrifi oft eigin línur fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Days of Our Lives. Þetta fer illa í höfunda þáttanna sem ákveða að drepa persónu hans. En hvernig deyr Dr. Ramoray? 24. Í þættinum The One with Barry and Mindy´s Wedding mæta Rachel og Ross í brúðkaup fyrrum unnusta og bestu vinkonu hennar. Rachel upplifir sig niðurlægða í veislunni en endar á því að taka lagið Copacabana. Textinn er eftir þá Jack Feldman og Bruce Sussman, en lagið er eftir flytjanda þess. Hvað heitir hann? 25. Í þættinum The One Where Rosita Dies fær Phoebe vinnu við símasölu og Ross og Monica komast að því að foreldrar þeirra hafa sett æskuheimili þeirra á sölu. En hver er þessi Rosita sem deyr? 26. Í þættinum The One with Joey´s Award, er hann tilnefndur til Soapy-verðlauna, en þau eru samkvæmt Vinunum þriðju merkilegustu sápuóperuverðlaunin. En í hvaða flokki er hann tilnefndur? Þegar Joey hlýtur ekki Soapy-verðlaun stelur hann þeim bara. 27. Í þættinum The One with the Fertility Test er hart í ári hjá Phoebe og hún fær vinnu sem nuddari hjá keðjunni Lavender Day Spa, en hún hefur oft lýst yfir andúð sinni á slíkum fyrirtækjum. Þegar Rachel kemur í nudd hjá henni reynir Phoebe að villa á sér heimildir og þykist vera sænsk. Hvað segist hún heita? 28. Í þættinum The One Where Ross and Rachel...You Know, fara Ross og Rachel saman í bíó á sínu fyrsta stefnumót. Rachel nýtur myndarinnar hinsvegar ekkert. Hversvegna? 29. Á háskólaárum sínum eru Ross og Chandler í hljómsveit og semja þeir m.a. lögin Emotional Napsack og She Feels Weird Since I´ve Been Gone. En hvað heitir hljómsveitin? 30. Í þættinum The One Where They´re Going to Party fá Ross og Chandler símtal frá gömlum vini sem er algjör djammsnillingur. Hann er á leiðinni til New York og ætlar að hitta þá félaga. Síðar í þættinum heyra þeir að hann komist því miður ekki. Hvað er djammsnillingurinn kallaður? Það er um að gera að birta mynd af Chandler í baði áður en kemur að svörunum. Svör: 1. Laugardagskvöldum. 2. Mary Angela. 3. Ben Stiller. 4. Jones. 5. Law and Order. 6. Kathleen Turner. 7. Ross. 8. Joey við Chandler. 9. The Virus Takes Manhattan. 10. Hann var klæddur sem beltisdýr. 11. Á skrifstofunni sinni. 12. Chandler. 13. Quit bitch. 14. Jill Goodacre. 15. Hugh Laurie. 16. Unagi er ferskvatnsáll. 17. Að Chandler beri enn tilfinningar til hennar. 18. Al Pacino. 19. Phoebe Buffay. 20. Af því hann er með þrjár geirvörtur. 21. Að hún hafi fæðst með kven- og karlkyns kynfæri. 22. Mamma Rachel. 23. Hann fellur niður lyftugöng. 24. Barry Manillow. 25. Hægindastóll Joeys. 26. Besta endurkoma persónu. 27. IKEA. 28. Hún var ekki með gleraugun sín og myndin var textuð. 29. Way, No Way. 30. Gandalf, the Party Wizard. How you doin´? Stjörnubíó Friends Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Heil sextán ár eru frá því að síðasti þáttur Friends var framleiddur. Það er í raun ótrúlegt hve vinsældir Vinanna sex frá New York hafa haldist stöðugar. Þar sem fólk hittir vini sína lítið á tímum Covid-krísu er ekki úr vegi að henda í eitt stykki pöbb kviss um sexmenningana til að stytta veikum og einangruðum stundir. Svörin birtast svo neðst í greininni. Viðbúin, tilbúin, af stað! Spurningarnar 1. Friends-þættirnir hófu göngu sína á NBC-sjónvarpsstöðinni árið 1994 og voru settir beint á fimmtudaga, vinsælasta kvöld stöðvarinnar og voru hluti af Must-See-TV-dagskrá NBC, ásamt Seinfeld og ER. Skömmu síðar tók Stöð 2 þættina til sýningar á Íslandi, en á hvaða kvöldum voru þeir sýndir hér á landi? 2. Í þættinum The One Where Chandler Can´t Remember Which Sister verður Chandler dauðadrukkinn og kelar við eina af systrum Joey, en daginn eftir man hann ekki hver þeirra það var. Hvað hét systirin sem hann kelaði við? 3. Í þættinum The One with the Screamer eru Ross og Rachel nýlega hætt saman. Þegar hópur fólks fer saman í leikhús tekur Rachel með sér mann sem öskrar á gamalt fólk í leikhúsinu sem er í sætinu hans. Ross er sá eini sem sér þetta, en enginn trúir honum þegar hann segir frá. Hver leikur öskrarann? 4. Þegar Rachel snýr aftur til vinnu eftir barnsburð er búið að ráða mann að nafni Gavin til að sinna starfinu hennar. Í þættinum The One with Phoebe´s Rats spyr Gavin hvert sé eftirnafn Tags, gamla aðstoðarmanns hennar (og kærasta). Hún man það ekki. En manst þú hvert er eftirnafn Tags? Krúttið Tag. 5. Í þættinum The One Where Ross Can´t Flirt kemur amma Joeys í heimsókn til að sjá barnabarn sitt leika í lögregluþætti. Hinsvegar er búið að klippa senu hans út úr þættinum og til að gabba ömmuna tekur hann upp myndband af sjálfum sér með leikfangabyssu og sýnir henni í sjónvarpinu. En hvað hét sjónvarpsþáttaröðin sem hann var klipptur út úr? 6. Chandler Bing var aldrei sáttur við föður sinn. Aðallega vegna þess að hann málaði sig og gekk í kjól. Þegar við loks fáum að kynnast föður hans í þættinum The One with Chandler´s Dad er hann söngvari á dragklúbbi í Las Vegas. En hver leikur föðurinn? 7. Hver æpti í sífellu „pivot!“ þegar vinirnir voru að flytja sófa upp stiga í þættinum The One With The Cop? 8. Eitt sinn varð einn vinurinn svo reiður við annan vininn að hann, eða hún sagði: „You’re so far past the line, you can’t even see the line. The line is a dot to you.“ Hver segir þetta og við hvern? 9. Ross er um margt sérstakur karakter. Eitt af því sérstakara sem hann tekur upp á er að fá sér apann Marcel. Á endanum þarf hann að gefa Marcel, sem þó dúkkar síðar upp í þættinum The One After the Superbowl: Part 2. Þá er hann orðinn kvikmyndastjarna og er að leika í kvikmyndinni Outbreak 2. En hver er undirtitill myndarinnar? Belgíski leikarinn Jean Claude Van-Damme átti að leika aðalhlutverkið í ímyndaðri bíómynd sem apinn Marcel kom fram í. 10. Þegar allir jólasveinabúningarnir eru í útleigu eru góð ráð dýr, hverslags búningi mætir Ross í til að gleðja son sinn? 11. Chandler átti framan af þáttaröðinni erfitt með að finna sér kærustu. Hann kemst þó á séns með yfirkonu Rachel, sem síðan handjárnar hann við skúffu og skilur hann þar eftir í þættinum The One with the Cuffs. En hvar skilur hún hann eftir? 12. Þegar vinirnir heimsækja strandhús í þættinum The One with the Jellyfish lendir Monica í því að vera stungin af marglyttu. Einn vinanna pissar svo á sárið (sem er eitthvað sem á ekki að gera), en hver er það sem mígur á fót Monicu? 13. Þegar Monica tekur að sér stöðu yfirkokks á veitingastaðnum Alessandro´s eru starfsmenn staðarins ekki sérlega ánægðir með þann ráðahag. Í þættinum The One with the Girl From Poughkeepsie krota þeir skilaboð á kokkahúfuna hennar. Hver eru þau? 14. Í þættinum The One with Chandler in the Bank, festist hann inni í hraðbanka með þekktri fyrirsætu, sem leikur sjálfa sig í þættinum. Hvað heitir fyrirsætan? Chandler festist inni í hraðbanka með þekktri fyrirsætu. 15. Í þættinum The One with Ross´s Wedding fer Rachel svo mikið í taugarnar á manninum sem situr við hlið hennar í flugi að hann setur upp heyrnartól og byrjar að hlusta á tónlist. Síðar þegar Rachel er búin að segja manninum hinum megin við ganginn að hún sé á leið til London til að stöðva brúðkaup, tekur sessunautur hennar niður heyrnartólin og segir henni að hún sé hræðileg manneskja. Hvaða breski leikari (sem reyndar er þekktastur fyrir að túlka hlutverk Bandaríkjamanns í vinsælli þáttaröð) túlkaði hlutverk mannsins sem í kreditlistanum er kallaður: The Gentleman on the Plane? 16. Ross notar japanska orðið „unagi“ til að tala um ástand fullkominnar meðvitundar um umhverfi sitt í þættinum The One With Unagi. Þetta er kolrangt hjá Ross því „unagi“ þýðir eitthvað allt annað (orðið sem Ross hefði átt að nota að er „zanshin“). Hvað þýðir orðið „unagi?“ 17. Í þættinum The One Where Estelle Dies rekast Chandler og Monica á Janice, fyrrverandi kærustu Chandlers. Þau komast að því að hún er að velta fyrir sér að kaupa húsið við hliðina á nýja húsi Monicu og Chandlers. Hvað segja þau við hana svo hún hætti við kaupin? 18. Í þættinum The One with the Butt fær Joey hlutverk í stórmynd, en hann á að vera staðgengill fyrir rass frægs leikara. Hver er leikarinn frægi? 19. Ursula, tvíburasystir Phoebe, birtist öðru hvoru í þáttunum. Í þættinum The One Where Chandler Can´t Cry kemur maður upp að Phoebe og segist vera hennar mesti aðdáandi. Phoebe þykir þetta eðlilegasti hlutur, en kemst svo að því að hann taldi hana vera Ursulu, sem nú hefur hafið að leika í klámmyndum. En hvert er klámstjörnunafn Ursulu? Ursula og Phoebe mætast frammi á gangi. 20. Leikkonan Sheryl Fenn, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks, leikur gestahlutverk í þættinum The One with Phoebe´s Ex-Partner. Þar leikur hún Ginger, einfætta fyrrum kærustu Joeys, sem hefur ekki séð hann frá því hann stakk hana af þegar þau eyddu helgi saman í sumarhúsi. Hún byrjar svo með Chandler, en hættir með honum skömmu síðar. Hversvegna hættir hún með honum? 21. Í þættinum The One with the Rumor kemur Will, gamall vinur Ross, í heimsókn. Will þessi er leikinn af Brad Pitt, sem þá var eiginmaður leikkonunnar Jennifer Aniston. Will hatar Rachel, persónu Aniston, út af lífinu eftir framkomu hennar við hann í menntaskóla. Upp úr kafinu kemur að Will og Ross komu af stað orðrómi um Rachel á þessum tíma, út á hvað gekk orðrómurinn? 22. Í þættinum The One with the Lesbian Wedding fer fram brúðkaup Susan og Carol, fyrrum eiginkonu Ross. Þar birtist persóna sem kemur öðru hvoru fram í þáttunum og segir þessa fleygu setningu: „What´s new in sex?“ Hvaða persóna segir þetta? 23. Í þættinum The One Where Dr. Ramoray Dies, segir Joey frá því í viðtali að hann skrifi oft eigin línur fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Days of Our Lives. Þetta fer illa í höfunda þáttanna sem ákveða að drepa persónu hans. En hvernig deyr Dr. Ramoray? 24. Í þættinum The One with Barry and Mindy´s Wedding mæta Rachel og Ross í brúðkaup fyrrum unnusta og bestu vinkonu hennar. Rachel upplifir sig niðurlægða í veislunni en endar á því að taka lagið Copacabana. Textinn er eftir þá Jack Feldman og Bruce Sussman, en lagið er eftir flytjanda þess. Hvað heitir hann? 25. Í þættinum The One Where Rosita Dies fær Phoebe vinnu við símasölu og Ross og Monica komast að því að foreldrar þeirra hafa sett æskuheimili þeirra á sölu. En hver er þessi Rosita sem deyr? 26. Í þættinum The One with Joey´s Award, er hann tilnefndur til Soapy-verðlauna, en þau eru samkvæmt Vinunum þriðju merkilegustu sápuóperuverðlaunin. En í hvaða flokki er hann tilnefndur? Þegar Joey hlýtur ekki Soapy-verðlaun stelur hann þeim bara. 27. Í þættinum The One with the Fertility Test er hart í ári hjá Phoebe og hún fær vinnu sem nuddari hjá keðjunni Lavender Day Spa, en hún hefur oft lýst yfir andúð sinni á slíkum fyrirtækjum. Þegar Rachel kemur í nudd hjá henni reynir Phoebe að villa á sér heimildir og þykist vera sænsk. Hvað segist hún heita? 28. Í þættinum The One Where Ross and Rachel...You Know, fara Ross og Rachel saman í bíó á sínu fyrsta stefnumót. Rachel nýtur myndarinnar hinsvegar ekkert. Hversvegna? 29. Á háskólaárum sínum eru Ross og Chandler í hljómsveit og semja þeir m.a. lögin Emotional Napsack og She Feels Weird Since I´ve Been Gone. En hvað heitir hljómsveitin? 30. Í þættinum The One Where They´re Going to Party fá Ross og Chandler símtal frá gömlum vini sem er algjör djammsnillingur. Hann er á leiðinni til New York og ætlar að hitta þá félaga. Síðar í þættinum heyra þeir að hann komist því miður ekki. Hvað er djammsnillingurinn kallaður? Það er um að gera að birta mynd af Chandler í baði áður en kemur að svörunum. Svör: 1. Laugardagskvöldum. 2. Mary Angela. 3. Ben Stiller. 4. Jones. 5. Law and Order. 6. Kathleen Turner. 7. Ross. 8. Joey við Chandler. 9. The Virus Takes Manhattan. 10. Hann var klæddur sem beltisdýr. 11. Á skrifstofunni sinni. 12. Chandler. 13. Quit bitch. 14. Jill Goodacre. 15. Hugh Laurie. 16. Unagi er ferskvatnsáll. 17. Að Chandler beri enn tilfinningar til hennar. 18. Al Pacino. 19. Phoebe Buffay. 20. Af því hann er með þrjár geirvörtur. 21. Að hún hafi fæðst með kven- og karlkyns kynfæri. 22. Mamma Rachel. 23. Hann fellur niður lyftugöng. 24. Barry Manillow. 25. Hægindastóll Joeys. 26. Besta endurkoma persónu. 27. IKEA. 28. Hún var ekki með gleraugun sín og myndin var textuð. 29. Way, No Way. 30. Gandalf, the Party Wizard. How you doin´?
Stjörnubíó Friends Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira