„Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 08:30 Bræðurnir er þeir sömdu við FH á sínum tíma. Bjarki kom síðan aftur til félagsins og vann titil. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira