Segir brottför Cristiano Ronaldo frá Man. Utd eiga þátt í sigri Íslands á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 10:00 Cristiano Ronaldo mætti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sumarið 2016. Leik liðanna endaði með 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Getty/Ian MacNicol Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube
Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira