Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 10:30 Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til bikarmeistaratitils síðasta sumar. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira