Fyrsta umferð Vodafone-deildarinnar gerð upp Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson skrifar 31. mars 2020 14:45 Vodafone deildin hófst í síðustu viku og heldur áfram á morgun. Vodafone deildin fór af stað í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá uppgjör allra viðureigna fyrstu umferðar ásamt völdum hápunktum. Tindastóll vs Somnio's Esports Fyrsti leikur Vodafone deildarinnar byrjaði af krafti! Somnio réðu hvaða hlið þeir fengu og kusu að taka þá rauðu sem bauð þeim mögulega upp á fleiri power og counter picks. Bönnin röðuðust nákvæmlega upp eins og þeir hefðu kosið þar sem þeir náðu bæði Ornn og Miss Fortune í fyrstu umferð. Eldur, junglerinn hjá Tindastól, komst hinsvegar á sinn mest spilaða mann Sylas. Somnio náðu ekki að refsa honum nógu vel í byrjun þar sem Samherji var á Kayn sem er ekki upp á sitt sterkasta snemma í leiknum. Það fór mikið púður hjá Samherja að ná einhverju bot sem skilaði ekki sínu. Hinumegin við borðið komst Eldur hratt af stað, tók Stólana á bakið og brunaði með þá til sigurs á einungis 24 mínútum. Það kom engum á óvart þegar Somnio bönnuðu Sylas í leik 2. Fyrir utan það skipuðust bönnin keimlíkt þeim í fyrsta leik en samt sáum við nýja champa. Somnio náðu að grípa í Sett fyrir Dr Skrímsli og skiptu úr skotglöðu Miss Fortune fyrir Varus & Nautilus á Hroll og Smack 56. Þetta leit mun betur út fyrir Somnio þegar að Samherji náði að tryggja first blood með lvl 2 ganki á Wukong top og ocean drake fljótlega eftir það. Þegar að Somnio náðu hinsvegar loksins að tryggja fyrsta turninn í leiknum var staðan orðin 8 - 4 Tindastól í hag; Wukong var kominn í gang þrátt fyrir erfiða byrjun og virkaði algjörlega óstöðvandi í kringum mínútu 15. Þegar að Somnio voru svo farnir að geta ráðið við hann var skaðinn sem fylgdi frá baklínunni of mikill - Stólarnir tryggðu sér drekasálina og gengu svo snyrtilega frá leiknum. 2-0 Tindastóll MVP: Gissur "Leikmaður" hjá Tindastól. Féll örlítið í skuggann í leik 1 en átti stóran þátt í þeim sigri. Lvl 2 gankið hótaði því að taka hann úr leiknum og á mínutu 6 var hann með 16 cs á meðan að Dr Skrímsli sat á 46. Hann klóraði sig samt aftur í gang þökk sé smá aðstoð frá Villta Tryllta, support Stólana og endaði á að vera lykilmaður í báðum leikjum. Fylkir vs Turboapes United Báðir leikirnir þetta kvöldið voru grimmt blóðbað en ótrúlega jafnir. Það var loksins á tuttugustu mínútu sem að gullmunurinn varð meiri en nokkrir hundraðkallar og leikurinn fór að hallast yfir til apanna. Nær allt gullið hjá Fylki sat á Oyq, ADC-inum sem var hoppandi og skoppandi á Kalistu. Hinu meginn var borðið var risastór Diana í höndunum á Mooncaké og hann var duglegur að demba sér yfir á Oyq til að sprengja hann. Við fengum að sjá nokkra slagi þar sem að Mooncaké gerði akkúrat það og jafnvel þegar það dugði ekki til keypti það nógu mikinn tíma fyrir Ahn Jjyoung að láta rigna kúlum sem Miss Fortune og hreinsa upp hvern bardagann á fætur öðrum. Brúsí spilaði líka lykilhlutverk í bardögum með því að halda sínum manni Ahn Jiyoung öruggum þökk sé lanterns eða með því að læsa inni lið Fylkis sem viltu komast inn í baklínuna. Aparnir gripu leikinn loksins sterkum höndum, sóttu sér nokkra barona og keyrðu svo niður byggingarnar hjá Fylki. Top lanerinn hjá öpunum, Tediz, átti aldeilis ekki góða byrjun. Hann kom sér í gott CS lead á Ireliu en tapaði svo 1v1 í lvl 3 á móti Camille hjá Car. Hlutirnir urðu ekki mikið skemmtilegri hjá honum þar sem Tartalaus nýtti sér vel flash leysi hjá Tediz og tryggði annað kill á hann. Á mínútu 15 dó Tediz eina ferðina enn og var þá kominn í 2/7. Leikurinn var þá ennþá frekar jafn en Fylkir höfðu náð að tryggja sér fyrstu tvo drekana og litu ágætlega út. Það var því ánægjulegt, þó hálf óskiljanlegt, þegar að Tediz tók svo Car í hreinu 1v1 og fór allt í einu að sanka að sér kills. Það raðaðist líka illa fyrir Fylki að öll killin þeirra lágu hjá Car og Tartalaus en Oyq og Jenk féllu langt aftur úr á bot lane. Þessi kills á Tediz voru ekki að gefa sérstaklega mikið gull, honum tókst að klóra sig aftur inn í leikinn og þökk sé því og hvað mid / bot hafði gengið vel hjá Öpunum náðu þeir loksins að byggja upp almennilegan gull mun. Endaði með því að þeir náðu stjórn á öllum leiknum, tóku næstu tvo dreka og voru svo ekki lengi að taka sigurinn. 2-0 Turboapes United MVP: Brúsí, supportinn hjá Turboapes Átti lygilega góðan Thresh leik þar sem hann endaði 4/1/22 og komst dauðalaus í gegnum Körmu leikinn, 0/0/17. ADC-inn Ahn Jiyoung var með gríðarlega góða statta líka en það var Brúsí sem að hélt sínum manni gangandi og átti nokkur myndarleg play til að halda Ahn Jiyoung á lífi. Dusty Academy vs XY.esports Þó svo að Dusty Academy séu ekki að tefla fram sterkustu leikmönnum Dusty merkisins eiga samt örugglega flestir von á að því að þeir standi uppi sem sigurvegarar í lok deildarinnar. Þess vegna brá örugglega einhverjum þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum í þessari viðureign! Dusty voru nokkuð snöggir að ná í gold lead, sérstaklega þökk sé því að Nippla á Kalistu hraðspólaði fram úr Veggnum sem að sat á Shen undir turninum sínum að reyna að safna einhverju pínu gulli. Þegar sem verst stóð var Nippla með tæplega 100 cs á móti 50 og heildar gullið 3000 í vil fyrir Dusty. Það var nákvæmlega ein ástæða fyrir að hlutirnir voru ekki verri og það var vegna nýliðans ko0n á miðjunni hjá XY sem átti frábæran leik á Nocturne og endaði 15/1/15. Nocturne pikkið virkaði líka allt of vel á móti Dusty draftinu þar sem að Dusty voru að treysta á Kalistu og Vayne í baklínunni til að gera flestan skaðann og þeir áttu ekki séns á að stoppa innkomu ko0n. Þökk sé því tóku XY.esports slag eftir slag, hvern einasta dreka í leiknum og kláruðu svo loks leikinn á um 33 mín. Hrakfarir Veggsins héldu áfram. XY bönnuðu sjálfir Sett en Dusty tóku í burtu Maokai, Shen og Ornn. Það var þá fátt eftir fyrir Vegginn til að spila og sem last pick endaði hann á að þurfa að taka Poppy á móti Rumble og gaf upp first blood á fyrstu mínútum í hreinu 1v1 gegn Nipplu. Dusty bönnuðu Nocturne í þessum leik og koON var ekki að ná að leika eftir sömu hluti. Hann hélt ágætlega í Sausa á miðjunni en það vantaði eitthvað meira þar sem að öll hin lane-in hjá þeim voru að klikka. Það sem verra var, Dusty Sósa hafði fengið Olaf og hann sá alfarið um að þurrka út þá litlu von sem XY höfðu. Dusty strákarnir tóku leikinn mjög auðveldlega á 21 mínútu. Leynivopnin hjá XY fengu að brjótast fram. Wukong á top fyrir Vegginn, Nocturne aftur á mid fyrir ko0n. Það skipti hinsvegar engu máli því að Sósa var glaðvaknaður og átti lygilega frammistöðu á Elise. Bæði var hann með sterkustu manneskjunum á riftinu ásamt því að hafa kíkt reglulega í heimsókn á bot lane til að tryggja að Kristut og Zarzator næðu tryggri yfirhönd þar. Apinn á top náði ekki alveg að skila sínu og Sausi á LeBLanc hélt ko0n líka alveg í skefjum sem fékk ekkert að njóta sín. Áður en að Dusty fóru að henda sér í fountain rétt fyrir endalokin höfðu XY aðeins náð sér í 10 kills í heildina á móti 36 hjá Dusty og tilfinningin var þannig að XY hefðu aldrei átt séns. 2-1 Dusty Academy MVP: Garðar "Sósa", junglerinn hjá Dusty Academy. Í leikjum Dusty í síðustu deild var ákveðið þema - Sósa tók leikina og átti svo lygilega góða byrjun að hitt liðið átti ekki séns. Hann sankaði að sér MVP-um í kjölfarið og þessi umferð var akkúrat þannig. Allir hjá Dusty voru að spila vel í leikjunum en það var Sósa sem kom, sá og rústaði í leik 2 og 3. FH vs KR Þessi umferð byrjaði mjög svipað og Dusty - XY leikirnir og eins og nefnt var á streyminu var mikið undir fyrir KR-ingana þar sem þeir hafa tapað fyrir FH í undanúrslitum tvö skipti í röð. Gullmunurinn var of jafn of lengi þrátt fyrir að Nero Angelo hjá KR-ingum var að pakka Kainzor saman á top. wHyz og Red Umbrella (Kiddi) refsuðu grimmilega Oktopus og Tóta Túrbó fyrir að taka Sivir - Yuumi og gátu tryggt sér fyrsta turninn í leiknum ásamt 5 plates. Einnig var cutress að gera góða hluti í junglinu fyrir FH-inga þar sem hann hafði tekið hressilega frammúr hauslausum í cs-i. Það skipti samt nákvæmlega engu máli þegar að liðin kepptust um Herald #2 þar sem að Nero Angelo var gjörsamlega óstöðvandi í baklínunni. Horror master7 á Wukong átti líka góða takta með að læsa niðri FH-ingana með ultinu og það var akkúrat Wukong pikkið sem að innsiglaði leikinn dálítið. FH-ingarnir áttu engin góð svör við bæði risastórum Aatrox og Wukong sem komu spólandi í þá þökk sé hraðanum frá Sivir og Yuumi. Endaði með því að KR tóku leikin á 24 mínútum. FH-ingarnir lærðu af mistökunum og komu ennþá sterkari aftur til leiks. KR reyndu aftur við Sivir Yuumi pikkin en fengu hreinlega ekki að spila leikinn í þetta skiptið - wHyz tók 50 cs forystu á 14 mínútum og var gríðarlega ógnandi á Miss Fortune. Ziggs á miðjunni tryggði líka fyrsta turninn fyrir FH og þegar að turret plates féllu höfðu KR-ingar aðeins náð þremur þeirra meðan að FH höfðu tekið tólf! Munurinn sem þeir byggðu upp í byrjun stækkaði og stækkaði og endaði með því að FH gátu tryggt seinni leikinn á 31 mínútu. Í þriðja leik skiptu KR út Sivir og Yuumi fyrir Varus og Nautilus og gekk mun betur að halda aftur af wHyz og Kidda þannig. Hauslaus hinsvegar tók Karthus í jungle og lenti í einhverjum endalausum eltingarleik við cutress sem átti vægast sagt geggjaðan leik á Jarvan. Hauslaus náði ekki að farma í friði og varð aldrei þessi ógn sem að scaling Karthus á að verða. Hinumegin við borðið var risastór Jarvan sem að leiddi restina af liði sínu í teamfight eftir teamfight og tölurnar hjá FH-ingum voru ekki amalegar. 22-5 og 13k gullmunur þegar að FH-ingar tóku seríuna á tæplega 28 mínútum. 2-1 FH eSports MVP: Róbert "cutress", junglerinn hjá FH. Það virðist vera sem að tapið í leik eitt hafi farið fyrir brjóstið á honum því hann kom af krafti aftur í leik 2 og 3. Þessi umferð VAR mjög svipuð og Dusty - það var eins og junglerinn einn og sjálfur hefði ákvarðað leikina strax frá byrjun. Það er sérstaklega merkilegt þar sem að Róbert er ADC main og hefur verið til margra ára. Í viðtalinu eftir leikinn nefndi hann að það verði áfram hlutverk hans í deildinni og skiptingin byrjar af krafti. Vodafone-deildin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti
Vodafone deildin fór af stað í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá uppgjör allra viðureigna fyrstu umferðar ásamt völdum hápunktum. Tindastóll vs Somnio's Esports Fyrsti leikur Vodafone deildarinnar byrjaði af krafti! Somnio réðu hvaða hlið þeir fengu og kusu að taka þá rauðu sem bauð þeim mögulega upp á fleiri power og counter picks. Bönnin röðuðust nákvæmlega upp eins og þeir hefðu kosið þar sem þeir náðu bæði Ornn og Miss Fortune í fyrstu umferð. Eldur, junglerinn hjá Tindastól, komst hinsvegar á sinn mest spilaða mann Sylas. Somnio náðu ekki að refsa honum nógu vel í byrjun þar sem Samherji var á Kayn sem er ekki upp á sitt sterkasta snemma í leiknum. Það fór mikið púður hjá Samherja að ná einhverju bot sem skilaði ekki sínu. Hinumegin við borðið komst Eldur hratt af stað, tók Stólana á bakið og brunaði með þá til sigurs á einungis 24 mínútum. Það kom engum á óvart þegar Somnio bönnuðu Sylas í leik 2. Fyrir utan það skipuðust bönnin keimlíkt þeim í fyrsta leik en samt sáum við nýja champa. Somnio náðu að grípa í Sett fyrir Dr Skrímsli og skiptu úr skotglöðu Miss Fortune fyrir Varus & Nautilus á Hroll og Smack 56. Þetta leit mun betur út fyrir Somnio þegar að Samherji náði að tryggja first blood með lvl 2 ganki á Wukong top og ocean drake fljótlega eftir það. Þegar að Somnio náðu hinsvegar loksins að tryggja fyrsta turninn í leiknum var staðan orðin 8 - 4 Tindastól í hag; Wukong var kominn í gang þrátt fyrir erfiða byrjun og virkaði algjörlega óstöðvandi í kringum mínútu 15. Þegar að Somnio voru svo farnir að geta ráðið við hann var skaðinn sem fylgdi frá baklínunni of mikill - Stólarnir tryggðu sér drekasálina og gengu svo snyrtilega frá leiknum. 2-0 Tindastóll MVP: Gissur "Leikmaður" hjá Tindastól. Féll örlítið í skuggann í leik 1 en átti stóran þátt í þeim sigri. Lvl 2 gankið hótaði því að taka hann úr leiknum og á mínutu 6 var hann með 16 cs á meðan að Dr Skrímsli sat á 46. Hann klóraði sig samt aftur í gang þökk sé smá aðstoð frá Villta Tryllta, support Stólana og endaði á að vera lykilmaður í báðum leikjum. Fylkir vs Turboapes United Báðir leikirnir þetta kvöldið voru grimmt blóðbað en ótrúlega jafnir. Það var loksins á tuttugustu mínútu sem að gullmunurinn varð meiri en nokkrir hundraðkallar og leikurinn fór að hallast yfir til apanna. Nær allt gullið hjá Fylki sat á Oyq, ADC-inum sem var hoppandi og skoppandi á Kalistu. Hinu meginn var borðið var risastór Diana í höndunum á Mooncaké og hann var duglegur að demba sér yfir á Oyq til að sprengja hann. Við fengum að sjá nokkra slagi þar sem að Mooncaké gerði akkúrat það og jafnvel þegar það dugði ekki til keypti það nógu mikinn tíma fyrir Ahn Jjyoung að láta rigna kúlum sem Miss Fortune og hreinsa upp hvern bardagann á fætur öðrum. Brúsí spilaði líka lykilhlutverk í bardögum með því að halda sínum manni Ahn Jiyoung öruggum þökk sé lanterns eða með því að læsa inni lið Fylkis sem viltu komast inn í baklínuna. Aparnir gripu leikinn loksins sterkum höndum, sóttu sér nokkra barona og keyrðu svo niður byggingarnar hjá Fylki. Top lanerinn hjá öpunum, Tediz, átti aldeilis ekki góða byrjun. Hann kom sér í gott CS lead á Ireliu en tapaði svo 1v1 í lvl 3 á móti Camille hjá Car. Hlutirnir urðu ekki mikið skemmtilegri hjá honum þar sem Tartalaus nýtti sér vel flash leysi hjá Tediz og tryggði annað kill á hann. Á mínútu 15 dó Tediz eina ferðina enn og var þá kominn í 2/7. Leikurinn var þá ennþá frekar jafn en Fylkir höfðu náð að tryggja sér fyrstu tvo drekana og litu ágætlega út. Það var því ánægjulegt, þó hálf óskiljanlegt, þegar að Tediz tók svo Car í hreinu 1v1 og fór allt í einu að sanka að sér kills. Það raðaðist líka illa fyrir Fylki að öll killin þeirra lágu hjá Car og Tartalaus en Oyq og Jenk féllu langt aftur úr á bot lane. Þessi kills á Tediz voru ekki að gefa sérstaklega mikið gull, honum tókst að klóra sig aftur inn í leikinn og þökk sé því og hvað mid / bot hafði gengið vel hjá Öpunum náðu þeir loksins að byggja upp almennilegan gull mun. Endaði með því að þeir náðu stjórn á öllum leiknum, tóku næstu tvo dreka og voru svo ekki lengi að taka sigurinn. 2-0 Turboapes United MVP: Brúsí, supportinn hjá Turboapes Átti lygilega góðan Thresh leik þar sem hann endaði 4/1/22 og komst dauðalaus í gegnum Körmu leikinn, 0/0/17. ADC-inn Ahn Jiyoung var með gríðarlega góða statta líka en það var Brúsí sem að hélt sínum manni gangandi og átti nokkur myndarleg play til að halda Ahn Jiyoung á lífi. Dusty Academy vs XY.esports Þó svo að Dusty Academy séu ekki að tefla fram sterkustu leikmönnum Dusty merkisins eiga samt örugglega flestir von á að því að þeir standi uppi sem sigurvegarar í lok deildarinnar. Þess vegna brá örugglega einhverjum þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum í þessari viðureign! Dusty voru nokkuð snöggir að ná í gold lead, sérstaklega þökk sé því að Nippla á Kalistu hraðspólaði fram úr Veggnum sem að sat á Shen undir turninum sínum að reyna að safna einhverju pínu gulli. Þegar sem verst stóð var Nippla með tæplega 100 cs á móti 50 og heildar gullið 3000 í vil fyrir Dusty. Það var nákvæmlega ein ástæða fyrir að hlutirnir voru ekki verri og það var vegna nýliðans ko0n á miðjunni hjá XY sem átti frábæran leik á Nocturne og endaði 15/1/15. Nocturne pikkið virkaði líka allt of vel á móti Dusty draftinu þar sem að Dusty voru að treysta á Kalistu og Vayne í baklínunni til að gera flestan skaðann og þeir áttu ekki séns á að stoppa innkomu ko0n. Þökk sé því tóku XY.esports slag eftir slag, hvern einasta dreka í leiknum og kláruðu svo loks leikinn á um 33 mín. Hrakfarir Veggsins héldu áfram. XY bönnuðu sjálfir Sett en Dusty tóku í burtu Maokai, Shen og Ornn. Það var þá fátt eftir fyrir Vegginn til að spila og sem last pick endaði hann á að þurfa að taka Poppy á móti Rumble og gaf upp first blood á fyrstu mínútum í hreinu 1v1 gegn Nipplu. Dusty bönnuðu Nocturne í þessum leik og koON var ekki að ná að leika eftir sömu hluti. Hann hélt ágætlega í Sausa á miðjunni en það vantaði eitthvað meira þar sem að öll hin lane-in hjá þeim voru að klikka. Það sem verra var, Dusty Sósa hafði fengið Olaf og hann sá alfarið um að þurrka út þá litlu von sem XY höfðu. Dusty strákarnir tóku leikinn mjög auðveldlega á 21 mínútu. Leynivopnin hjá XY fengu að brjótast fram. Wukong á top fyrir Vegginn, Nocturne aftur á mid fyrir ko0n. Það skipti hinsvegar engu máli því að Sósa var glaðvaknaður og átti lygilega frammistöðu á Elise. Bæði var hann með sterkustu manneskjunum á riftinu ásamt því að hafa kíkt reglulega í heimsókn á bot lane til að tryggja að Kristut og Zarzator næðu tryggri yfirhönd þar. Apinn á top náði ekki alveg að skila sínu og Sausi á LeBLanc hélt ko0n líka alveg í skefjum sem fékk ekkert að njóta sín. Áður en að Dusty fóru að henda sér í fountain rétt fyrir endalokin höfðu XY aðeins náð sér í 10 kills í heildina á móti 36 hjá Dusty og tilfinningin var þannig að XY hefðu aldrei átt séns. 2-1 Dusty Academy MVP: Garðar "Sósa", junglerinn hjá Dusty Academy. Í leikjum Dusty í síðustu deild var ákveðið þema - Sósa tók leikina og átti svo lygilega góða byrjun að hitt liðið átti ekki séns. Hann sankaði að sér MVP-um í kjölfarið og þessi umferð var akkúrat þannig. Allir hjá Dusty voru að spila vel í leikjunum en það var Sósa sem kom, sá og rústaði í leik 2 og 3. FH vs KR Þessi umferð byrjaði mjög svipað og Dusty - XY leikirnir og eins og nefnt var á streyminu var mikið undir fyrir KR-ingana þar sem þeir hafa tapað fyrir FH í undanúrslitum tvö skipti í röð. Gullmunurinn var of jafn of lengi þrátt fyrir að Nero Angelo hjá KR-ingum var að pakka Kainzor saman á top. wHyz og Red Umbrella (Kiddi) refsuðu grimmilega Oktopus og Tóta Túrbó fyrir að taka Sivir - Yuumi og gátu tryggt sér fyrsta turninn í leiknum ásamt 5 plates. Einnig var cutress að gera góða hluti í junglinu fyrir FH-inga þar sem hann hafði tekið hressilega frammúr hauslausum í cs-i. Það skipti samt nákvæmlega engu máli þegar að liðin kepptust um Herald #2 þar sem að Nero Angelo var gjörsamlega óstöðvandi í baklínunni. Horror master7 á Wukong átti líka góða takta með að læsa niðri FH-ingana með ultinu og það var akkúrat Wukong pikkið sem að innsiglaði leikinn dálítið. FH-ingarnir áttu engin góð svör við bæði risastórum Aatrox og Wukong sem komu spólandi í þá þökk sé hraðanum frá Sivir og Yuumi. Endaði með því að KR tóku leikin á 24 mínútum. FH-ingarnir lærðu af mistökunum og komu ennþá sterkari aftur til leiks. KR reyndu aftur við Sivir Yuumi pikkin en fengu hreinlega ekki að spila leikinn í þetta skiptið - wHyz tók 50 cs forystu á 14 mínútum og var gríðarlega ógnandi á Miss Fortune. Ziggs á miðjunni tryggði líka fyrsta turninn fyrir FH og þegar að turret plates féllu höfðu KR-ingar aðeins náð þremur þeirra meðan að FH höfðu tekið tólf! Munurinn sem þeir byggðu upp í byrjun stækkaði og stækkaði og endaði með því að FH gátu tryggt seinni leikinn á 31 mínútu. Í þriðja leik skiptu KR út Sivir og Yuumi fyrir Varus og Nautilus og gekk mun betur að halda aftur af wHyz og Kidda þannig. Hauslaus hinsvegar tók Karthus í jungle og lenti í einhverjum endalausum eltingarleik við cutress sem átti vægast sagt geggjaðan leik á Jarvan. Hauslaus náði ekki að farma í friði og varð aldrei þessi ógn sem að scaling Karthus á að verða. Hinumegin við borðið var risastór Jarvan sem að leiddi restina af liði sínu í teamfight eftir teamfight og tölurnar hjá FH-ingum voru ekki amalegar. 22-5 og 13k gullmunur þegar að FH-ingar tóku seríuna á tæplega 28 mínútum. 2-1 FH eSports MVP: Róbert "cutress", junglerinn hjá FH. Það virðist vera sem að tapið í leik eitt hafi farið fyrir brjóstið á honum því hann kom af krafti aftur í leik 2 og 3. Þessi umferð VAR mjög svipuð og Dusty - það var eins og junglerinn einn og sjálfur hefði ákvarðað leikina strax frá byrjun. Það er sérstaklega merkilegt þar sem að Róbert er ADC main og hefur verið til margra ára. Í viðtalinu eftir leikinn nefndi hann að það verði áfram hlutverk hans í deildinni og skiptingin byrjar af krafti.
Vodafone-deildin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti