Fótbolti

Lést eftir hjartaáfall á æfingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skelfilegar fréttir frá Moskvu bárust í gær.
Skelfilegar fréttir frá Moskvu bárust í gær. GETTY

Það bárust sorglegar fréttir frá Rússlandi í gær er Lokomotiv Moskva tilkynnti að hinn 22 ára gamli leikmaður félagsins, Innokenty Samokhvalov, hafi látist vegna hjartaáfalls sem hann fékk á æfingu.

Samokhvalov var að æfa einn, eins og flestir leikmenn heims gera þessa daganna vegna kórónuveirunnar, en hann fékk hjartaáfall og lést. Hann skilur eftir sig konu og eitt barn.

„Lokomotiv er í áfalli yfir því sem gerðist. Þetta er mikill missir fyrir fjölskyldu okkar og sendum við samúðarkveðjur á fjölskyldu hans og vini,“ sagði í yfirlýsingu rússneska félagsins.

Hann hafði spilað með varaliði Lokomotiv, Kazanka, í 3. efstu deild Rússlands og hafði ekki náð að leika með aðalliði félagsins eftir að hafa gengið í raðir liðsins árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×