„Frábær náungi en aldrei virkað á mig sem maður með miklar pælingar um fótbolta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 09:30 Atli Sveinn tók við Fylki í vetur. mynd/einar ásgeirsson/twitter-síða fylkis Atli Sveinn Þórarinsson er nýráðinn þjálfari Fylkis en þetta er hans annað verkefni í meistaraflokksþjálfun. Hann þjálfaði Dalvík/Reyni í 3. deildinni sumarið 2018 en Hjörvar Hafliðason sparkspekingur veit ekki hvort að Atli sé með miklar pælingar um fótbolta þó að hann sé frábær náungi. Fylkir var á meðal þeirra liða sem voru til umræðu í Sportinu í kvöld í vikunni en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari og Hjörvar Hafliðason sparkspekingur yfir sviðið. Atli Sveinn tók við Fylki í vetur af Helga Sigurðssyni en hann stýrir liðinu ásamt þeim Ólafi Stígssyni og Ólafi Inga Skúlasyni. „Ég þekki Atla Svein ekkert sérstaklega. Frábær náungi en hann hefur aldrei virkað á mig sem maður sem er með miklar pælingar um fótbolta. Veistu hvert ég er að fara?“ sagði Hjörvar um Atla Svein. „Ég spilaði með Atla Sveini í nokkur ár í Val og ég get alveg sagt þér það. Algjört toppeintak. Hann er einn traustasti maður sem þú getur spilað með og sem persóna líka,“ sagði Guðmundur Benediktsson um Atla. „Ég hef aldrei hugsað það þannig að hann hugsi eitthvað minna um fótbolta heldur en einhver annar. Ég yrði mjög hissa ef hann yrði ekki mjög farsæll þjálfari. Það er eitthvað við hann sem er svo traust. Ég held að hann fái alltaf leikmenn með sér.“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um Atla Svein Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Fylkir Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Atli Sveinn Þórarinsson er nýráðinn þjálfari Fylkis en þetta er hans annað verkefni í meistaraflokksþjálfun. Hann þjálfaði Dalvík/Reyni í 3. deildinni sumarið 2018 en Hjörvar Hafliðason sparkspekingur veit ekki hvort að Atli sé með miklar pælingar um fótbolta þó að hann sé frábær náungi. Fylkir var á meðal þeirra liða sem voru til umræðu í Sportinu í kvöld í vikunni en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari og Hjörvar Hafliðason sparkspekingur yfir sviðið. Atli Sveinn tók við Fylki í vetur af Helga Sigurðssyni en hann stýrir liðinu ásamt þeim Ólafi Stígssyni og Ólafi Inga Skúlasyni. „Ég þekki Atla Svein ekkert sérstaklega. Frábær náungi en hann hefur aldrei virkað á mig sem maður sem er með miklar pælingar um fótbolta. Veistu hvert ég er að fara?“ sagði Hjörvar um Atla Svein. „Ég spilaði með Atla Sveini í nokkur ár í Val og ég get alveg sagt þér það. Algjört toppeintak. Hann er einn traustasti maður sem þú getur spilað með og sem persóna líka,“ sagði Guðmundur Benediktsson um Atla. „Ég hef aldrei hugsað það þannig að hann hugsi eitthvað minna um fótbolta heldur en einhver annar. Ég yrði mjög hissa ef hann yrði ekki mjög farsæll þjálfari. Það er eitthvað við hann sem er svo traust. Ég held að hann fái alltaf leikmenn með sér.“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um Atla Svein Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Fylkir Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira