Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið á heimsmeistaramótið í Egyptalandi 2021.
Evrópska handknattleikssambandið hefur ákveðið að umspilsleikir fyrir HM 2021 fari ekki fram. Þar átti Ísland að mæta Sviss.
EHF hefur ákveðið að niðurröðun liða á EM 2020 ráði hvaða landslið fari á HM í Egyptalandi. Þar endaði Ísland í 11. sæti og er því komið með farseðil á HM 2021.
Auk Íslands fengu eftirtalin lið frá Evrópu sæti á HM 2021 í dag: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Tékkland og Frakkland. Danmörk, Spánn, Króatía og Noregur voru þegar búin að tryggja sér HM-sæti.
Þetta er í 21. sinn sem Ísland kemst á HM. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Danmörku og Þýskalandi í fyrra, endaði Ísland í 11. sæti.
HM 2021 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 32 þátttökuliðum. Mótið hefst 14. janúar og lýkur 31. janúar.
Liðin sem eru komin á HM 2021
Danmörk (heimsmeistarar)
Spánn
Króatía
Noregur
Ísland
Slóvenía
Þýskaland
Portúgal
Svíþjóð
Austurríki
Ungverjaland
Hvíta-Rússland
Tékkland
Frakkland
Egyptaland (gestgjafi)
Angóla
Alsír
Túnis
Grænhöfðaeyjar
Marokkó
Kongó
Katar
Japan
Barein
Suður-Kórea
Argentína
Brasilía
Úrúgvæ