Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2020 23:26 Fjölmiðlar í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku munu geta sótt um ríkisaðstoð vegna auglýsingataps á tímum kórónuveirunnar. Olga Iacovlenco Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna hruns í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. Aðgerðirnar ná til dagblaða, vefmiðla, vikublaða, útvarpsstöðva, tímarita og fagblaða. Séu miðlarnir skráðir á vef fjölmiðlanefndar er hægt að sækja um bætur. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi samkomubönn hafa mjög mikil áhrif á alls kyns rekstur. Lítil umsvif gefur ekki tilefni til að auglýsa starfsemi sína og finna fjölmiðlar um heim allan fyrir áhrifunum. Um er að ræða bætur að hámarki 60 prósent af tekjumissi fjölmiðils hafi niðursveiflan vegna kórónuveirunnar verið 30-50 prósent. Hafi niðursveiflan verið 50-100 prósent bætir ríkið 80 prósent tapsins. Tímabilið sem björgunarpakkinn nær til er frá 9. mars til 8. júní. Jesper Rosener, formaður Blaðamannafélags Danmerkur, er ánægður með niðurstöðuna. Viðræður félagsins við stjórnvöld hafa verið eldfimar að því er fram kemur í frétt DR. Rosener segir blaðamenn og þeirra störf aldrei hafa verið mikilvægari, að upplýsa borgara um kórónuveirufaraldurinn, ástæður hans og afdrif bæði í heimalandinu og erlendis. Blaðamenn geti nú hætt að óttast um störf sín og sinnt þeim af kappi. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna hruns í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. Aðgerðirnar ná til dagblaða, vefmiðla, vikublaða, útvarpsstöðva, tímarita og fagblaða. Séu miðlarnir skráðir á vef fjölmiðlanefndar er hægt að sækja um bætur. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi samkomubönn hafa mjög mikil áhrif á alls kyns rekstur. Lítil umsvif gefur ekki tilefni til að auglýsa starfsemi sína og finna fjölmiðlar um heim allan fyrir áhrifunum. Um er að ræða bætur að hámarki 60 prósent af tekjumissi fjölmiðils hafi niðursveiflan vegna kórónuveirunnar verið 30-50 prósent. Hafi niðursveiflan verið 50-100 prósent bætir ríkið 80 prósent tapsins. Tímabilið sem björgunarpakkinn nær til er frá 9. mars til 8. júní. Jesper Rosener, formaður Blaðamannafélags Danmerkur, er ánægður með niðurstöðuna. Viðræður félagsins við stjórnvöld hafa verið eldfimar að því er fram kemur í frétt DR. Rosener segir blaðamenn og þeirra störf aldrei hafa verið mikilvægari, að upplýsa borgara um kórónuveirufaraldurinn, ástæður hans og afdrif bæði í heimalandinu og erlendis. Blaðamenn geti nú hætt að óttast um störf sín og sinnt þeim af kappi.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira