Magnús Þór og Ása senda frá sér lagið Island in Thailand Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Tónlistarfólkið Magnús Þór og Ása Elínardóttir. Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira