Bandaríska hagkerfið dróst saman um 4,8% Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2020 16:27 Verslunareigandi í New Jersey hugar að búð sinni sem er lokuð vegna faraldursins. Líkt og annars staðar er efnahagslíf Bandaríkjanna í lamasessi. AP/Matt Rourke Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi. Útgjöld Bandaríkjamanna drógust saman um 7,6% og fjárfestingar fyrirtækja um 8,6% samkvæmt nýjum hagtölum við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem samdráttur verður í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hagtölurnar gefa fyrstu vísbendingarnar um áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða til að hefta útbreiðslu hans á hagkerfið en búist er við því að enn verra sé í vændum. Takmarkanir vegna faraldursins tóku enda ekki gildi víðast hvar fyrr en í mars. Greinendur telja þannig 30% samdrátt eða meiri líklegan á næsta ársfjórðungi, að sögn Washington Post. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá því í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. „Þetta eru verstu hörmungarnar í fleiri kynslóðir. Það gæti tekið okkur tíu ár að komast aftur þangað sem við byrjuðum. Það er ekki útilokað á þessari stundu,“ segir Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við samdrættinum með meira en tveggja biljóna dollara neyðarpakka sem er ætlað að styrkja fyrirtæki og almenning og halda hagkerfinu gangandi. Engu að síður hafa um 26 milljónir landsmanna misst vinnuna og sótt um atvinnuleysisbætur. Fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Sum ríki Bandaríkjanna eru þegar byrjuð að grípa til að gerða til að slaka á sóttvarnaaðgerðum og fleiri vinna að áætlunum um það. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði farið of geyst af stað. Ríkisstjórar hafa kvartað undan því að geta til að skima fyrir veirunni og rekja smit sé ekki nægileg til þess að slaka á aðgerðum ennþá. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi. Útgjöld Bandaríkjamanna drógust saman um 7,6% og fjárfestingar fyrirtækja um 8,6% samkvæmt nýjum hagtölum við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem samdráttur verður í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hagtölurnar gefa fyrstu vísbendingarnar um áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða til að hefta útbreiðslu hans á hagkerfið en búist er við því að enn verra sé í vændum. Takmarkanir vegna faraldursins tóku enda ekki gildi víðast hvar fyrr en í mars. Greinendur telja þannig 30% samdrátt eða meiri líklegan á næsta ársfjórðungi, að sögn Washington Post. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá því í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. „Þetta eru verstu hörmungarnar í fleiri kynslóðir. Það gæti tekið okkur tíu ár að komast aftur þangað sem við byrjuðum. Það er ekki útilokað á þessari stundu,“ segir Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard-háskóla og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við samdrættinum með meira en tveggja biljóna dollara neyðarpakka sem er ætlað að styrkja fyrirtæki og almenning og halda hagkerfinu gangandi. Engu að síður hafa um 26 milljónir landsmanna misst vinnuna og sótt um atvinnuleysisbætur. Fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Sum ríki Bandaríkjanna eru þegar byrjuð að grípa til að gerða til að slaka á sóttvarnaaðgerðum og fleiri vinna að áætlunum um það. Varað hefur verið við því að faraldurinn gæti blossað upp aftur verði farið of geyst af stað. Ríkisstjórar hafa kvartað undan því að geta til að skima fyrir veirunni og rekja smit sé ekki nægileg til þess að slaka á aðgerðum ennþá.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. 27. mars 2020 21:12