Danir enn í vafa varðandi EM-leikina Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:30 Danir voru sigurreifir eftir að hafa tryggt sér sæti á EM og þá stóð til að þeir yrðu á heimavelli í keppninni. Nú er það ekki eins víst. VÍSIR/GETTY Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Til stóð að Danir yrðu á heimavelli í sínum þremur leikjum í riðlakeppni EM og að auk þess færi einn leikur í útsláttarkeppninni fram á Parken. Hins vegar er það svo að áður hafði verið ákveðið að Tour de France hjólreiðakeppnin myndi hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári, og að þaðan yrði hjólað í gegnum Danmörku í fyrsta sinn í sögu keppninnar. Undanfarnar vikur hefur knattspyrnusamband Danmörku fundað með borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn ásamt UEFA og ASO, skipuleggjanda Tour de France, til að finna lausn á málinu svo að bæði EM og Tour de France geti farið fram í Kaupmannahöfn sumarið 2021. UEFA hafði farið fram á svar í dag en hefur nú veitt frest til 8. maí. „Það gleður mig að allir aðilar vinna að því að finna lausn þannig að við fáum íþróttasumar í Kaupmannahöfn með bæði EM og Tour de France. Kaupmannahöfn vill ekkert frekar en að vera gestgjafi fyrir bæði mótin næsta sumar,“ sagði Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir áhyggjum af því hvort að EM-leikir verði á Parken, eftir að mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur að halda EM-leiki í Kaupmannahöfn og við í knattspyrnusambandinu gerum allt til að það gangi eftir,“ er haft eftir Möller á TV 2. EM 2020 í fótbolta Danmörk Tengdar fréttir Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Til stóð að Danir yrðu á heimavelli í sínum þremur leikjum í riðlakeppni EM og að auk þess færi einn leikur í útsláttarkeppninni fram á Parken. Hins vegar er það svo að áður hafði verið ákveðið að Tour de France hjólreiðakeppnin myndi hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári, og að þaðan yrði hjólað í gegnum Danmörku í fyrsta sinn í sögu keppninnar. Undanfarnar vikur hefur knattspyrnusamband Danmörku fundað með borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn ásamt UEFA og ASO, skipuleggjanda Tour de France, til að finna lausn á málinu svo að bæði EM og Tour de France geti farið fram í Kaupmannahöfn sumarið 2021. UEFA hafði farið fram á svar í dag en hefur nú veitt frest til 8. maí. „Það gleður mig að allir aðilar vinna að því að finna lausn þannig að við fáum íþróttasumar í Kaupmannahöfn með bæði EM og Tour de France. Kaupmannahöfn vill ekkert frekar en að vera gestgjafi fyrir bæði mótin næsta sumar,“ sagði Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir áhyggjum af því hvort að EM-leikir verði á Parken, eftir að mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur að halda EM-leiki í Kaupmannahöfn og við í knattspyrnusambandinu gerum allt til að það gangi eftir,“ er haft eftir Möller á TV 2.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Tengdar fréttir Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00