Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 07:54 Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um milljarður króna sem var um fimm prósent af veltu. EBITDA var þrír milljarðar króna eða fjórtán prósent af sölu. EBITDA framlegð lækkaði vegna lægri sölu og hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr kostnaði til skamms tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar sem finna má hér. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir árið 2020 var afturkölluð í mars vegna faraldursins og sömuleiðis gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins samkomulag um að fresta frágangi á kaupum Össurar á bandaríska stoðtækjaframleiðandanum College Park. Kaupin voru samþykkt af bandarískum samkeppnisyfirvöldum í byrjun apríl. Í áðurnefndri tilkynningu segir að fjárhagsstaða Össurar sé sterk. Félagið hafi tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, eða 29 milljarða króna, í mars. Sjóðir félagsins og ódregnar lánlínur stóðu í 304 milljónum Bandaríkjadala, 39 milljörðum, í lok mars. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, að öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina sé í fyrirrúmi. Starfsmenn framleiðslu vinni á vaktaskiptum og flestir skrifstofu- og sölustarfsmenn starfi að heiman. „Faraldurinn hefur tímabundið neikvæð áhrif á eftirspurn eftir stoðtækjum og spelkum & stuðningsvörum vegna takmarkanna sem sett hafa verið á sumum mörkuðum til að hamla útbreiðslu á faraldrinum. Rekstrarniðurstöður félagsins hafa þar af leiðandi orðið fyrir neikvæðum áhrifum og enn er óljóst hversu lengi áhrifin munu vera viðvarandi. Söluvöxtur á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru í takt við væntingar en sala byrjaði að verða fyrir neikvæðum áhrifum sökum faraldursins í mars,“ segir Jón. „Við sjáum einnig töluverð áhrif á sölu það sem af er apríl en við erum þegar farin að sjá merki um bata í nokkrum af helstu mörkuðum okkar í Evrópu og sala í Kína var í apríl aftur á pari við 2019. Ekki er gert ráð fyrir að langtímahorfur í stoðtækja- og spelku- & stuðningsmarkaðinum breytist en þó má ætla að áhrifin af faraldrinum munu leiða til uppsafnaðrar eftirspurnar.“ Hann segir mikla óvissu enn ríkja fyrir árið og að ekki sé hætt að veita uppfærða fjárhagsáætlun að svo stöddu. Fyrirtækið sé þó vel í stakk búið til að takast á við þessa óvissutíma. „Ég vil þakka öllum starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins fyrir sveigjanleika, jákvæðan teymisanda og framlag þeirra á þessum fordæmalausu tímum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um milljarður króna sem var um fimm prósent af veltu. EBITDA var þrír milljarðar króna eða fjórtán prósent af sölu. EBITDA framlegð lækkaði vegna lægri sölu og hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr kostnaði til skamms tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar sem finna má hér. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir árið 2020 var afturkölluð í mars vegna faraldursins og sömuleiðis gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins samkomulag um að fresta frágangi á kaupum Össurar á bandaríska stoðtækjaframleiðandanum College Park. Kaupin voru samþykkt af bandarískum samkeppnisyfirvöldum í byrjun apríl. Í áðurnefndri tilkynningu segir að fjárhagsstaða Össurar sé sterk. Félagið hafi tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, eða 29 milljarða króna, í mars. Sjóðir félagsins og ódregnar lánlínur stóðu í 304 milljónum Bandaríkjadala, 39 milljörðum, í lok mars. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, að öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina sé í fyrirrúmi. Starfsmenn framleiðslu vinni á vaktaskiptum og flestir skrifstofu- og sölustarfsmenn starfi að heiman. „Faraldurinn hefur tímabundið neikvæð áhrif á eftirspurn eftir stoðtækjum og spelkum & stuðningsvörum vegna takmarkanna sem sett hafa verið á sumum mörkuðum til að hamla útbreiðslu á faraldrinum. Rekstrarniðurstöður félagsins hafa þar af leiðandi orðið fyrir neikvæðum áhrifum og enn er óljóst hversu lengi áhrifin munu vera viðvarandi. Söluvöxtur á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru í takt við væntingar en sala byrjaði að verða fyrir neikvæðum áhrifum sökum faraldursins í mars,“ segir Jón. „Við sjáum einnig töluverð áhrif á sölu það sem af er apríl en við erum þegar farin að sjá merki um bata í nokkrum af helstu mörkuðum okkar í Evrópu og sala í Kína var í apríl aftur á pari við 2019. Ekki er gert ráð fyrir að langtímahorfur í stoðtækja- og spelku- & stuðningsmarkaðinum breytist en þó má ætla að áhrifin af faraldrinum munu leiða til uppsafnaðrar eftirspurnar.“ Hann segir mikla óvissu enn ríkja fyrir árið og að ekki sé hætt að veita uppfærða fjárhagsáætlun að svo stöddu. Fyrirtækið sé þó vel í stakk búið til að takast á við þessa óvissutíma. „Ég vil þakka öllum starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins fyrir sveigjanleika, jákvæðan teymisanda og framlag þeirra á þessum fordæmalausu tímum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira