Innlent

Enginn greindist með Co­vid-19

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kórónuveiran hefur hægt verulega á sér síðustu daga.
Kórónuveiran hefur hægt verulega á sér síðustu daga. vísir/vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. Í gær greindist einn smitaður. 

Þrír eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og enginn er á gjörgæslu. Í einagrun eru 82, en þeim fækkaði um 17 á milli daga, og 632 eru í sóttkví. Nú hafa 1.689 manns náð bata og 19.129 lokið sóttkví. Alls hafa verið tekin 50.002 sýni og bættust á níunda hundrað við á milli daga.

Tíu manns hafa látist í faraldrinum til þessa.

Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar er á sínum stað klukkan 14 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, fer yfir stöðu mála með tilliti til Covid-19 hér á landi. Gestir fundarins verða Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, Pálmar Ragnarsson, þjálfari og fyrirlesari, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 

Þau munu ræða hvaða áhrif tilslakanir á takmörkunum, frá og með mánudeginum 4. maí, munu hafa á íþróttastarfið í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×