Framboð Baldurs þurfti að endurgreiða styrki sem fóru yfir hámark Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 18:48 Forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson með Felix Bergssyni eiginmanni sínum á kjörstað 1. júní. Anton Brink Baldur Þórhallsson þurfti að endurgreiða félögum sem styrktu forsetaframboð hans um samtals 800.000 krónur. Eigendur félaganna töldust tengdir öðrum félögum sem styrktu framboðið og því var heildarframlag þeirra fram yfir lögbundið hámark. Af þeim forsetaframbjóðendum sem þurftu að standa skil á uppgjöri til ríkisendurskoðunar er Baldur sá eini sem hefur enn ekki fengið staðfestingu á skilunum, tuttugu dögum eftir að skilafrestur rann út. Ástæðan er athugasemdir sem ríkisendurskoðun gerði við uppgjörið sem framboðið skilaði upphaflega. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs, segir að athugasemdirnar hafi varðað framlög frá félögum sem töldust tengdir samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Tengdum aðilum ber að telja framlög sín saman en hámarksupphæð framlaga er 400.000 krónur fyrir bæði lögaðila og einstaklinga. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs Þórhallssonar.Vísir/Vilhelm Tvö dæmi voru þannig um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæðina hvort og þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt samkvæmt lögum. Valgeir segir að helmingur styrkjanna hafi nú verið endurgreiddur, alls 800.000 krónur. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá endurgreiðslunum. „Það tók bara svo langa tíma því við vorum búin að ganga frá og loka bankareikningum. Við þurftum að sækja aftur um bankareikning til þess að geta gert þetta með löglegum hætti og sýnt kvittanir til ríkisendurskoðunar eins og við áttum að gera,“ segir Valgeir. Alls nam kostnaður við framboð Baldurs um tuttugu milljónum króna, að sögn Valgeirs. Framboð Baldurs var þannig það fimmta dýrasta. Baldur var í fimmta sæti í kosningunum með 8,4 prósent atkvæða. Valgeir segir að langstærstur hluti framlaganna til framboðsins hafi verið frá einstaklingum sem styrktu það um á bilinu fimm til fimmtán þúsund krónur. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Af þeim forsetaframbjóðendum sem þurftu að standa skil á uppgjöri til ríkisendurskoðunar er Baldur sá eini sem hefur enn ekki fengið staðfestingu á skilunum, tuttugu dögum eftir að skilafrestur rann út. Ástæðan er athugasemdir sem ríkisendurskoðun gerði við uppgjörið sem framboðið skilaði upphaflega. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs, segir að athugasemdirnar hafi varðað framlög frá félögum sem töldust tengdir samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Tengdum aðilum ber að telja framlög sín saman en hámarksupphæð framlaga er 400.000 krónur fyrir bæði lögaðila og einstaklinga. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs Þórhallssonar.Vísir/Vilhelm Tvö dæmi voru þannig um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæðina hvort og þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt samkvæmt lögum. Valgeir segir að helmingur styrkjanna hafi nú verið endurgreiddur, alls 800.000 krónur. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá endurgreiðslunum. „Það tók bara svo langa tíma því við vorum búin að ganga frá og loka bankareikningum. Við þurftum að sækja aftur um bankareikning til þess að geta gert þetta með löglegum hætti og sýnt kvittanir til ríkisendurskoðunar eins og við áttum að gera,“ segir Valgeir. Alls nam kostnaður við framboð Baldurs um tuttugu milljónum króna, að sögn Valgeirs. Framboð Baldurs var þannig það fimmta dýrasta. Baldur var í fimmta sæti í kosningunum með 8,4 prósent atkvæða. Valgeir segir að langstærstur hluti framlaganna til framboðsins hafi verið frá einstaklingum sem styrktu það um á bilinu fimm til fimmtán þúsund krónur.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira