Liverpool stráði salti í gamalt sár Eiðs Smára á miðlum sínum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen var svo ótrúlega nálægt því að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2005 en skot hans í uppbótatíma fór rétt framhjá markinu eins og sjá má hér. GetTY/Laurence Griffiths Frægasta færaklúður Eiðs Smára Guðjohnsen í Chelsea búningnum var rifjað upp á miðlum Liverpool í gær en hefði Eiður Smári skorað á Anfield fyrir fimmtán árum síðan hefði ekki orðið neitt Istanbul ævintýri hjá Liverpool vorið 2005. Liverpool rifjar upp að það eru fimmtán ár síðan að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fimmta sinn. Úrslitaleikurinn var vissulega dramatískur en það má líka segja um enskan undanúrslitaleik liðsins. Í undanúrslitaleiknum mætti Liverpool liði Chelsea og var seinni leikurinn á Anfield. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Stamford Bridge. Í gærkvöldi voru síðan nákvæmlega fimmtán ár síðan að Liverpool vann Chelsea í baráttunni um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eða 3. maí 2005. Luis Garcia kom Liverpool í 1-0 strax á fjórðu mínútu með umdeildu marki en margir eru á því að boltinn hafi aldrei farið yfir línuna. Chelsea fékk 86 mínútur til skora og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. Íslenski framherjinn var sá sem komst líklega næst því að skora. Eiður Smári Guðjohnsen var nefnilega ótrúlega nálægt því að koma Chelsea áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þetta kvöld. Gudjohnsen's miss 15 years ago. Apart from big Djimi, Eidar had practically the whole goal to aim at. Yet still shanked it wide.Remember watching this live and it was a close your eyes, here comes the sadness mome... Oh fuck he missed yerseeeeeeeeeee. Istanbul here we come pic.twitter.com/fFweF9TIvz— Phill R (@saprobie) May 3, 2020 Færið má sjá hér að neðan. Eiður fékk boltann í teig Liverpool þegar 40 sekúndur voru eftir af uppbótartíma leiksins. Eiður Smári var við markteigshornið en Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, var farinn úr markinu eftir að hafa farið út í fyrirgjöf. Á marklínunni voru því aðeins nokkrir varnarmenn Liverpool. Eiður Smári lagði boltann fyrir sig og skaut en boltinn fór í læri, Jamie Carragher, varnarmanns Liverpool og þaðan sigldi það rétt framhjá fjærstönginni. Liverpool slapp með skrekkinn og tryggði sér síðan sigur í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan endurkomusigur á AC Milan í Istanbul. Hér fyrir neðan má sjá tvær myndir af umræddu færi Eiðs Smára af miðlum Liverpool. Jamie Carragher var magnaður í þessum leik og átti mikinn þátt í því að skot Eiðs Smára fór framhjá en ekki í netið. „Það er með ólíkindum hvað drengurinn lék vel, alveg með ólíkindum,“ sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, um frammistöðu Jamie Carragher. Jose Mourino, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði unnið Meistaradeildina með Porto árið á undan en varð nú að sætta sig við svekkjandi tap. „Enginn veit hvort þetta var mark eða ekki. Aðstoðardómarinn veit það ekki einu sinni, en eftir að dómarinn dæmdi markið var aðeins annað liðið sem lék knattspyrnu. Hitt liðið gerði ekkert nema verjast. Ég held því að betra liðið hafi tapað í kvöld og við erum auðvitað mjög vonsviknir út af því,“ sagði Jose Mourinho en Eiður Smári spilaði allar 90 mínúturnar í þessum mikilvæga leik. Eiður Smári Guðjohnsen komst aldrei nærri því að spila til úrslita í Meistaradeildinni með Chelsea en fjórum árum síðar fór hann alla leið með Barcelona liðinu þó svo að hann hafi ekki fengið að spila í sjálfum úrslitaleiknum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Frægasta færaklúður Eiðs Smára Guðjohnsen í Chelsea búningnum var rifjað upp á miðlum Liverpool í gær en hefði Eiður Smári skorað á Anfield fyrir fimmtán árum síðan hefði ekki orðið neitt Istanbul ævintýri hjá Liverpool vorið 2005. Liverpool rifjar upp að það eru fimmtán ár síðan að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fimmta sinn. Úrslitaleikurinn var vissulega dramatískur en það má líka segja um enskan undanúrslitaleik liðsins. Í undanúrslitaleiknum mætti Liverpool liði Chelsea og var seinni leikurinn á Anfield. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Stamford Bridge. Í gærkvöldi voru síðan nákvæmlega fimmtán ár síðan að Liverpool vann Chelsea í baráttunni um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eða 3. maí 2005. Luis Garcia kom Liverpool í 1-0 strax á fjórðu mínútu með umdeildu marki en margir eru á því að boltinn hafi aldrei farið yfir línuna. Chelsea fékk 86 mínútur til skora og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. Íslenski framherjinn var sá sem komst líklega næst því að skora. Eiður Smári Guðjohnsen var nefnilega ótrúlega nálægt því að koma Chelsea áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þetta kvöld. Gudjohnsen's miss 15 years ago. Apart from big Djimi, Eidar had practically the whole goal to aim at. Yet still shanked it wide.Remember watching this live and it was a close your eyes, here comes the sadness mome... Oh fuck he missed yerseeeeeeeeeee. Istanbul here we come pic.twitter.com/fFweF9TIvz— Phill R (@saprobie) May 3, 2020 Færið má sjá hér að neðan. Eiður fékk boltann í teig Liverpool þegar 40 sekúndur voru eftir af uppbótartíma leiksins. Eiður Smári var við markteigshornið en Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, var farinn úr markinu eftir að hafa farið út í fyrirgjöf. Á marklínunni voru því aðeins nokkrir varnarmenn Liverpool. Eiður Smári lagði boltann fyrir sig og skaut en boltinn fór í læri, Jamie Carragher, varnarmanns Liverpool og þaðan sigldi það rétt framhjá fjærstönginni. Liverpool slapp með skrekkinn og tryggði sér síðan sigur í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan endurkomusigur á AC Milan í Istanbul. Hér fyrir neðan má sjá tvær myndir af umræddu færi Eiðs Smára af miðlum Liverpool. Jamie Carragher var magnaður í þessum leik og átti mikinn þátt í því að skot Eiðs Smára fór framhjá en ekki í netið. „Það er með ólíkindum hvað drengurinn lék vel, alveg með ólíkindum,“ sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, um frammistöðu Jamie Carragher. Jose Mourino, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði unnið Meistaradeildina með Porto árið á undan en varð nú að sætta sig við svekkjandi tap. „Enginn veit hvort þetta var mark eða ekki. Aðstoðardómarinn veit það ekki einu sinni, en eftir að dómarinn dæmdi markið var aðeins annað liðið sem lék knattspyrnu. Hitt liðið gerði ekkert nema verjast. Ég held því að betra liðið hafi tapað í kvöld og við erum auðvitað mjög vonsviknir út af því,“ sagði Jose Mourinho en Eiður Smári spilaði allar 90 mínúturnar í þessum mikilvæga leik. Eiður Smári Guðjohnsen komst aldrei nærri því að spila til úrslita í Meistaradeildinni með Chelsea en fjórum árum síðar fór hann alla leið með Barcelona liðinu þó svo að hann hafi ekki fengið að spila í sjálfum úrslitaleiknum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira