„Það er búið að afhenda gripinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 11:00 Eames-hægindastóll með svörtu leðuráklæði og palísander-viði, líkt og sá sem konan keypti í ágúst 2018. Penninn Kona, sem stefndi Pennanum ehf. til að fá afhentan milljón króna hægindastól sem hún greiddi nær alfarið með inneignarnótum og gjafabréfi, fékk stólinn fyrir jól. „Það er búið að afhenda gripinn,“ segir Bjarki Sigursveinsson lögmaður konunnar í samtali við Vísi. Málið vakti talsverða athygli þegar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var birtur í byrjun desember. Penninn var þar dæmdur til að afhenda konunni umræddan stól, Eames-hægindastól með svörtu leðuráklæði og palísander-viði. Gjafabréf og inneignarnótur Konan keypti stólinn í ágúst 2018 fyrir rúma eina milljón króna. Hún greiddi fyrir hann með gjafabréfi upp á 465 þúsund krónur, inneignarnótum að upphæð 552 þúsund krónur og restina, um 18 þúsund krónur, borgaði hún með greiðslukorti. Inneignarnóturnar hafði konan öðlast með sölu notaðra skólabóka á skiptibókamarkaði. Penninn neitaði að afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að hún hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ í gegnum skiptibókamarkaðinn, auk þess sem ekki mætti nota nóturnar milli verslana eða til húsgagnakaupa. Nýjar skilareglur Pennans Penninn uppfærði skilareglur sínar eftir að konan keypti stólinn en þó áður en málið fór fyrir dóm. Samkvæmt reglunum geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þá er aðeins hægt að nota inneignarnótuna til að kaupa vörur í smásölu og starfsmönnum heimilt að synja um vörukaup „ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins.“ Dómsmál Neytendur Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
„Það er búið að afhenda gripinn,“ segir Bjarki Sigursveinsson lögmaður konunnar í samtali við Vísi. Málið vakti talsverða athygli þegar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var birtur í byrjun desember. Penninn var þar dæmdur til að afhenda konunni umræddan stól, Eames-hægindastól með svörtu leðuráklæði og palísander-viði. Gjafabréf og inneignarnótur Konan keypti stólinn í ágúst 2018 fyrir rúma eina milljón króna. Hún greiddi fyrir hann með gjafabréfi upp á 465 þúsund krónur, inneignarnótum að upphæð 552 þúsund krónur og restina, um 18 þúsund krónur, borgaði hún með greiðslukorti. Inneignarnóturnar hafði konan öðlast með sölu notaðra skólabóka á skiptibókamarkaði. Penninn neitaði að afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að hún hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ í gegnum skiptibókamarkaðinn, auk þess sem ekki mætti nota nóturnar milli verslana eða til húsgagnakaupa. Nýjar skilareglur Pennans Penninn uppfærði skilareglur sínar eftir að konan keypti stólinn en þó áður en málið fór fyrir dóm. Samkvæmt reglunum geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þá er aðeins hægt að nota inneignarnótuna til að kaupa vörur í smásölu og starfsmönnum heimilt að synja um vörukaup „ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins.“
Dómsmál Neytendur Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13
Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19