„Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2021 11:00 Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur hefur gert rannsóknir á foreldrum langveikra barna. Góðvild Eygló Guðmundsdóttir eignaðist þrjú börn á innan við fimm árum á meðan hún var í námi. Yngsta barnið, Benjamín, greindist nokkurra vikna gamall með krabbamein og lést aðeins 12 ára að aldri. „Hann fæðist 28. júlí 2003 og níu vikum seinna erum við komin upp á Barnaspítala,“ segir Eygló um fyrstu merkin um veikindin. Eygló sagði frá sinni reynslu í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Að loknum rannsóknum og blóðprufum fær Eygló þær fréttir að litli drengurinn hennar var með hvítblæði. Eftir þetta hefur Eygló rannsakað í starfi sínu áhrif slíkrar greiningar á foreldra. Sjálf lýsir hún þessu eins og að lest keyri á þig. „Ef eitthvað er verra en tilhugsun um þinn eigin dauða, þá er það tilhugsunin um að barnið þitt geti dáið.“ Benjamín var níu vikna þegar Eygló fann að eitthvað var að og leitaði til Barnaspítalans.Mynd úr einkasafni Mikilvægt að fá skriflegar upplýsingar Eygló segir að það þurfi að hafa upplýsingagjöfina fyrir foreldra í þessum aðstæðum skriflega líka, þar sem í svona erfiðum aðstæðum gleymist margt. Sumt jafnvel nái foreldrar ekki að meðtaka aðstæðunum sjálfum eða á erfiðum fundi með læknum svo það væri gott að geta flett því upp seinna í ferlinu. „Ég var ekkert meðvituð um að ég myndi ekki fyrr en löngu löngu seinna alls konar hluti.“ Í þessu einlæga viðtali fer Eygló meðal annars yfir veikindasöguna, fyrstu einkennin, beinmergsskiptin, baráttunni við að koma Benjamín á lista yfir lungnaþega, mistökunum sem lengdu biðina og síðustu klukkustundunum fyrir andlát hans. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Eygló Guðmundsdóttir Bæði systkinin mögulegir beinmergsgjafar Hvítblæðið sem Benjamín barðist við kallast Infant-ALL hvítblæði og er mjög sjaldgæft. „Lifun er, eða var, mjög léleg af því að þetta er svo einstaklingsbundinn sjúkdómur.“ Benjamín svaraði lyfjameðferð illa í byrjun og fór því í beinmergsskipti. „Bæði systkini hans gátu verið gjafar sem var mjög sérstakt,“ útskýrir Eygló. Aðgerðin var gerð í Stokkhólmi og um tíma var lifrin hans að gefa sig svo honum var vart hugað líf. Foreldrarnir voru alltaf með góða verkaskiptingu, Eygló var á sjúkrahúsinu og barnsfaðir hennar var í vinnu og sinnti eldri börnunum. Þau voru alltaf gott teymi í þessu ferli og stóðu þétt saman. „Við vissum ekkert hversu lengi þetta myndi vara og við vildum að börnin fengju einhvers konar eins normalt líf og hægt væri. Að það væri það besta sem að við gætum veitt þeim og „thank god“ af því að við gátum ekki vitað að við yrðum í þessu í tólf ár.“ Bæði systkini Benjamíns gáfu honum beinmerg þegar hann barðist við hvítblæði.Mynd úr einkasafni Önnur krabbameinsgreining ári síðar Eygló gagnrýnir að hafa ekki fengið meiri aðstoð frá kerfinu hér á landi varðandi kostnaðinn við að flytjast á milli landa til að fá meðferð fyrir hann í Svíþjóð. Benjamín greindist aftur með hvítblæði og fór í önnur beinmergsskipti erlendis sem hafði mikil áhrif á líkama hans og líffæri. Fjölskyldan missti samt ekki vonina. „Hann verður alveg rosalega veikur, það voru innvortis blæðingar og hann missti 4/5 hluta af blóði og þar var hann lagður á gjörgæslu og þar lá hann í marga daga. Þar kom upp allt sem gat komið upp á en krabbameinslaus var Benjamín í tíu ár. Þannig að krabbameinið kom aldrei aftur.“ Meðferðin ekki í boði á Íslandi Áhrifin af hvítblæðinu og líffæraskiptunum höfðu áhrif á líf Benjamins og ollu ákveðnum sjúkdómum, meðal annars alvarlegum lungnasjúkdómi. „Það var ákveðið að teymið hérna heima myndi sjá um eftirfylgnina sem mögulega var ekkert besta hugmynd í heimi miðað við að hafa ekki reynslu af því en svona var þetta bara. Þetta var ákveðið svona.“ Fjölskyldan stóð mjög þétt saman í veikindunum. Mynd úr einkasafni Eftir að Benjamín veikist illa árið 2010 vegna lungnasjúkdómsins þurfti hann á meðferð að halda. „Sú meðferð sem átti að vera best, þó að það væru ekki góðar líkur, þá átti ekki að veita fulla meðferð hérna heima. Aftur skil ég ekki neitt. Á þeim tíma, mögulega hefur þetta snúist um lyfjakostnað eða eitthvað.“ Eygló segir að mögulega hafi hendur læknanna verið bundnar einhvern veginn. Eygló hringdi þá til Svíþjóðar og komst að því að ef fjölskyldan myndi flytja þangað fengi hann meðferðina sem hann þurfti á að halda. 49 dagar Þegar Eygló flutti lögheimili sitt aftur til Íslands þurfti hún að fara á bætur. „Með engar tekjur, engin réttindi. Börnin mín voru með lögheimili hjá pabba sínum af því að ég var að flytja heim þannig að ég þurfti að fara inn á féló. 137 þúsund krónur til framfærslu á mánuði. Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta tímabil, ég bara veit það ekki.“ Benjamín var mikill Liverpool maður og hafði gaman af því að spila FIFA. Hann hélt meðal annars FIFA mót heima hjá sér.Mynd úr einkasafni Eygló barðist með kjafti og klóm til að koma Benjamín á lista fyrir lungnaskipti, en samskiptaerfiðleikar á milli Íslands og Svíþjóðar töfðu ferlið. „Ég veit að það hljómar ótrúlega biturt en það er það ekki. En það voru 49 dagar, sjö vikur sem að varð samskiptaleysi á milli landanna. Sem varð þess valdandi að honum var ekki lyft fyrr upp á listanum, þannig að hann var í svona einskinsmannslandi. Þannig að ef það hefðu komið lungu þá hefði honum ekki verið flaggað.“ Eygló segir að það skipti þó engu máli þar sem þau muni aldrei getað vitað hvort það hefði breytt einhverju. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Þórunn Eva Pálsdóttir og Ásdís Arna Gottskálksdóttir. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00 „Læknirinn okkar er bráðamóttakan og það er ansi dýr læknir“ „Honum var eins og mörgum í okkar hóp, ekki hugað langt líf, en hefur svo sannarlega afsannað það um langt skeið. Hins vegar höfum við oft dansað á línunni,“ segir Sigríður K. Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. 22. desember 2020 08:00 „Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall. 15. desember 2020 09:45 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Hann fæðist 28. júlí 2003 og níu vikum seinna erum við komin upp á Barnaspítala,“ segir Eygló um fyrstu merkin um veikindin. Eygló sagði frá sinni reynslu í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Að loknum rannsóknum og blóðprufum fær Eygló þær fréttir að litli drengurinn hennar var með hvítblæði. Eftir þetta hefur Eygló rannsakað í starfi sínu áhrif slíkrar greiningar á foreldra. Sjálf lýsir hún þessu eins og að lest keyri á þig. „Ef eitthvað er verra en tilhugsun um þinn eigin dauða, þá er það tilhugsunin um að barnið þitt geti dáið.“ Benjamín var níu vikna þegar Eygló fann að eitthvað var að og leitaði til Barnaspítalans.Mynd úr einkasafni Mikilvægt að fá skriflegar upplýsingar Eygló segir að það þurfi að hafa upplýsingagjöfina fyrir foreldra í þessum aðstæðum skriflega líka, þar sem í svona erfiðum aðstæðum gleymist margt. Sumt jafnvel nái foreldrar ekki að meðtaka aðstæðunum sjálfum eða á erfiðum fundi með læknum svo það væri gott að geta flett því upp seinna í ferlinu. „Ég var ekkert meðvituð um að ég myndi ekki fyrr en löngu löngu seinna alls konar hluti.“ Í þessu einlæga viðtali fer Eygló meðal annars yfir veikindasöguna, fyrstu einkennin, beinmergsskiptin, baráttunni við að koma Benjamín á lista yfir lungnaþega, mistökunum sem lengdu biðina og síðustu klukkustundunum fyrir andlát hans. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Eygló Guðmundsdóttir Bæði systkinin mögulegir beinmergsgjafar Hvítblæðið sem Benjamín barðist við kallast Infant-ALL hvítblæði og er mjög sjaldgæft. „Lifun er, eða var, mjög léleg af því að þetta er svo einstaklingsbundinn sjúkdómur.“ Benjamín svaraði lyfjameðferð illa í byrjun og fór því í beinmergsskipti. „Bæði systkini hans gátu verið gjafar sem var mjög sérstakt,“ útskýrir Eygló. Aðgerðin var gerð í Stokkhólmi og um tíma var lifrin hans að gefa sig svo honum var vart hugað líf. Foreldrarnir voru alltaf með góða verkaskiptingu, Eygló var á sjúkrahúsinu og barnsfaðir hennar var í vinnu og sinnti eldri börnunum. Þau voru alltaf gott teymi í þessu ferli og stóðu þétt saman. „Við vissum ekkert hversu lengi þetta myndi vara og við vildum að börnin fengju einhvers konar eins normalt líf og hægt væri. Að það væri það besta sem að við gætum veitt þeim og „thank god“ af því að við gátum ekki vitað að við yrðum í þessu í tólf ár.“ Bæði systkini Benjamíns gáfu honum beinmerg þegar hann barðist við hvítblæði.Mynd úr einkasafni Önnur krabbameinsgreining ári síðar Eygló gagnrýnir að hafa ekki fengið meiri aðstoð frá kerfinu hér á landi varðandi kostnaðinn við að flytjast á milli landa til að fá meðferð fyrir hann í Svíþjóð. Benjamín greindist aftur með hvítblæði og fór í önnur beinmergsskipti erlendis sem hafði mikil áhrif á líkama hans og líffæri. Fjölskyldan missti samt ekki vonina. „Hann verður alveg rosalega veikur, það voru innvortis blæðingar og hann missti 4/5 hluta af blóði og þar var hann lagður á gjörgæslu og þar lá hann í marga daga. Þar kom upp allt sem gat komið upp á en krabbameinslaus var Benjamín í tíu ár. Þannig að krabbameinið kom aldrei aftur.“ Meðferðin ekki í boði á Íslandi Áhrifin af hvítblæðinu og líffæraskiptunum höfðu áhrif á líf Benjamins og ollu ákveðnum sjúkdómum, meðal annars alvarlegum lungnasjúkdómi. „Það var ákveðið að teymið hérna heima myndi sjá um eftirfylgnina sem mögulega var ekkert besta hugmynd í heimi miðað við að hafa ekki reynslu af því en svona var þetta bara. Þetta var ákveðið svona.“ Fjölskyldan stóð mjög þétt saman í veikindunum. Mynd úr einkasafni Eftir að Benjamín veikist illa árið 2010 vegna lungnasjúkdómsins þurfti hann á meðferð að halda. „Sú meðferð sem átti að vera best, þó að það væru ekki góðar líkur, þá átti ekki að veita fulla meðferð hérna heima. Aftur skil ég ekki neitt. Á þeim tíma, mögulega hefur þetta snúist um lyfjakostnað eða eitthvað.“ Eygló segir að mögulega hafi hendur læknanna verið bundnar einhvern veginn. Eygló hringdi þá til Svíþjóðar og komst að því að ef fjölskyldan myndi flytja þangað fengi hann meðferðina sem hann þurfti á að halda. 49 dagar Þegar Eygló flutti lögheimili sitt aftur til Íslands þurfti hún að fara á bætur. „Með engar tekjur, engin réttindi. Börnin mín voru með lögheimili hjá pabba sínum af því að ég var að flytja heim þannig að ég þurfti að fara inn á féló. 137 þúsund krónur til framfærslu á mánuði. Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta tímabil, ég bara veit það ekki.“ Benjamín var mikill Liverpool maður og hafði gaman af því að spila FIFA. Hann hélt meðal annars FIFA mót heima hjá sér.Mynd úr einkasafni Eygló barðist með kjafti og klóm til að koma Benjamín á lista fyrir lungnaskipti, en samskiptaerfiðleikar á milli Íslands og Svíþjóðar töfðu ferlið. „Ég veit að það hljómar ótrúlega biturt en það er það ekki. En það voru 49 dagar, sjö vikur sem að varð samskiptaleysi á milli landanna. Sem varð þess valdandi að honum var ekki lyft fyrr upp á listanum, þannig að hann var í svona einskinsmannslandi. Þannig að ef það hefðu komið lungu þá hefði honum ekki verið flaggað.“ Eygló segir að það skipti þó engu máli þar sem þau muni aldrei getað vitað hvort það hefði breytt einhverju. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Þórunn Eva Pálsdóttir og Ásdís Arna Gottskálksdóttir. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Þórunn Eva Pálsdóttir og Ásdís Arna Gottskálksdóttir. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00 „Læknirinn okkar er bráðamóttakan og það er ansi dýr læknir“ „Honum var eins og mörgum í okkar hóp, ekki hugað langt líf, en hefur svo sannarlega afsannað það um langt skeið. Hins vegar höfum við oft dansað á línunni,“ segir Sigríður K. Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. 22. desember 2020 08:00 „Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall. 15. desember 2020 09:45 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00
„Læknirinn okkar er bráðamóttakan og það er ansi dýr læknir“ „Honum var eins og mörgum í okkar hóp, ekki hugað langt líf, en hefur svo sannarlega afsannað það um langt skeið. Hins vegar höfum við oft dansað á línunni,“ segir Sigríður K. Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. 22. desember 2020 08:00
„Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall. 15. desember 2020 09:45
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið