Tottenham er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir 2-0 sigur á B-deildarliðinu Brentford á Tottenham leikvanginum í kvöld. Mörkin skoruðu þeir Son Heung-Min og Moussa Sissoko.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stillti upp sterku liði og ljóst að hann ætlaði sér að fara alla leið í úrslitaleikinn þar sem mótherjinn verður annað hvort Manchester City eða Manchester United.
Moussa Sissoko skoraði fyrsta mark leiksins á þrettándu mínútu. Eftir frábæra fyrirgjöf Sergio Reguilon þá var Moussa Sissoko einn og óvaldaður. Hann stangaði boltann í netið og Tottenham komið yfir.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en eftir rúman klukkutíma virtust Brentford vera að jafna. Eftir skoðun VARsjánnar var þá mark Ivan Torney dæmt af vegna rangstöðu.
Tuttugu mínútum fyrir leikslok skoraði svo Son Heung-Min annað mark Tottenham og síðara mark leiksins er hann slapp einn inn fyrir vörn Brentford og kláraði færið vel.
Son Heung-min has produced 26 shots on target across all competitions this season, scoring 16 goals.
— Squawka Football (@Squawka) January 5, 2021
62% of the time he hits the target, he scores every time. pic.twitter.com/JQou7y2wQK
Sjö mínútum fyrir leikslok fékk svo Joshua Dasilva beint rautt spjald eftir brot á Pierre-Emile Højbjerg. Mike Dean veifaði rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í VARskjáinn. Lokatölur þó 2-0.
Tottenham hefur ekki unnið bikar síðan árið 2008 en mótherjinn verður eins og áður segir annað hvort Man. City eða Man. Utd sem mætast annað kvöld.