Handbolti

Serbar skelltu Frökkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Srdjan Stevanovic/Getty Images

Serbía gerði sér lítið fyrir og vann þriggja marka sigur á Frökkum, 27-24, er liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins í handbolta 2022. Leikið var í Serbíu í dag.

Serbarnir voru 14-11 yfir í hálfleik en þeir héldu Frökkunum alltaf í hæfilegri fjarlægð. Munurinn varð svo að endingu þrjú mörk.

Lazar Kukic, leikmaður Benfica, og Mijajlo Marsenic, leikmaður Fuchse Berlín, voru markahæstir hjá Serbum með sex mörk hvor.

Hjá Frökkunum var Kentin Mahe markahæstur með sex mörk. Luc Abalo gerði fjögur mörk og þeir Melvyn Richardson og Timothey N’guessan þrjú mörk hver.

Frakkar eru á leið í HM í Egyptalandi sem hefst í næstu viku en Serbía ekki. Frakkar eru með Noregi, Austurríki og Bandaríkjunum í riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×