Dickey sló í gegn árið 1996 þegar skáldsaga hans, Sister Sister, kom út, en meðal annarra bóka hans má nefna Milk in my coffee, Friends and lovers og Cheaters, sem allar rötuðu inn á metsölulista New York Times.
Voru margar sögur hans blanda af glæpasögu, rómantík og erótík. Síðasta bók hans, The Son of Mr. Suleman, kom út í apríl síðastliðinn.
Í tilkynningu frá Dutton, útgáfufélagi Dickey, segir að rithöfundurinn hafi elskað að skora á sjálfan sig með hverri bók. „Hann dýrkaði lesendur sína og aðdáendur og var alla tíð þakklátur fyrir vinsældirnar. Við erum stolt af því að hafa allan hans feril, þar sem hann vann til fjölda verðlauna, gefið úr bækur hans. Hann verður virkilega saknað.“