Halda undanúrslitaófarir United áfram? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 12:00 Harry Maguire nánast með Raheem Sterling í fanginu í leik Manchester-liðanna, United og City 12. desember síðastliðinn. Liðin mætast í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. getty/Matt McNulty Tekst Manchester United að komast í fyrsta úrslitaleikinn undir stjórn Ole Gunnars Solskjær eða kemst Manchester City í fjórða úrslitaleikinn í enska deildabikarnum í röð? Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira