Nokkurs konar uppgjör við unglingsárin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2021 10:00 Helena Hafsteinsdóttir og Rósa Björk Asmunds skipa dúettinn Heró. Þær gáfu út sitt fyrsta lag þann 2. janúar. Anna Karen Richardson Helena og Rósa sendu frá sér sitt fyrsta lag á dögunum undir nafninu Heró. Lagið kallast Horfðu á mig en þær tóku upp nokkur lög saman eftir að þær þurftu að koma heim til Íslands vegna heimsfaraldursins. Báðar voru í leiklistarskóla í Bandaríkjunum þegar þær þurftu að fljúga heim vegna ástandsins þar í landi. Helena og Rósa hafa báðar haft áhuga á tónlist síðan þær voru stelpur og þakka mæðrum sínum fyrir það. „Mamma hefur oft sagt mér sögur frá því ég var barn, örugglega bara þriggja eða fjögurra ára gömul, þar sem ég var nú þegar byrjuð að tala um það að ég ætlaði mér að verða söngkona. Hún nefndi það að ég hafi sungið svo hátt í jólamessu á leikskólanum að presturinn hafi kalla mig "forsöngvara". Ég man auðvitað sjálf ekkert eftir þessu, en alveg frá því að ég byrjaði að muna eftir mér hefur mig alltaf langað að vinna við söng. Ég var sett í píanó nám þegar ég varð 5 ára til þess að þjálfa tóneyrað mitt og byggja fyrir mig grunn í tónlist, ef mig skildi ennþá langa að vinna við hana þegar ég fullorðnaðist. Mig hins vegar grunaði ekki að ég gæti samið lög, þar sem ég hafði lítinn áhuga á píanó náminu mínu, og fylgdist ekki vel með í hljómfræði. En einhvern veginn virðast upplýsingarnar hafa sýgst inn,“ segir Helena. Danspartý í stofunni heima „Þegar ég var yngri setti mamma reglulega á No More Tears með stór stjörnunum Barbara Streisand og Donna Summer og kallaði upp til okkar krakkana: „Dansparty, allir niður.“ Við dönsuðum eins og fávitar, öskruðum „Enough is enough“ í sífellu og fyrir sex ára aldur kunni ég allan textann. Mamma kynnti mig einnig fyrir Jojo, Britney Spears og Christinu Aguileru en þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ástríða mömmu minnar sem kveikti áhuga minn á söng og tónlist,“ segir Rósa. „Ég var í píanó námi í sjö ár, sex þeirra í Suzuki skólanum í Reykjavík og eitt við Tónlistaskólann í Reykjavík. Ég er því með miðstigspróf í píanó. Ég byrjaði í skólakór í fyrsta eða öðrum bekk i grunnskóla. Eftir nokkur ár þar ákvað ég að byrja í kór utan skólans og fór í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Domus Vox um tólf ára aldurinn. Ég byrjaði svo í einsögnsnámi hjá Domus Vox, hjá Hönnu Björk Guðjónsdóttur, og kláraði miðstig í klassískum söng þar. Ég var svo áfarm í Auroru kór hjá þeim, á meðan ég tók fyrsta árið á framhaldsstigi í Söngskóla Sigurðar Demetz hjá Elsu Waage. Eftir það ár fór ég í leiklistar nám úti í LA og kláraði því ekki framhaldsstig. Úti í LA lærði ég samt söngleikja-söng, sem var skemmtileg tilbreyting frá klassíkinni. Söngkennararnir mínir voru allar mjög klárar og hjálpuðu mér mjög mikið að þjálfa röddina mína og breikka raddsviðið mitt, sem var lengi of hátt fyrir venjuleg popplög,“ segir Helena. Hrædd við að viðurkenna áhugann „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist en hafði ekki lagt hana fyrir mig fyrr en nú. Á unglingsárunum mínum uppgötvaði ég hljómsveitina Little Mix en hef verið dyggur aðdáandi síðan. Ég dáðist að mismunandi útsetningum þeirra á lögum annarra listamanna og sínum eigin og hvernig harmóníurnar voru unnar. Fljótlega hafði ég þróað með mér gott eyra fyrir tónlist og gat auðveldlega ímyndað mér mismunandi eða aðra melódíu viðlaga sem voru nú þegar til,“ segir Rósa. Þó að þær hafi báðar valið að fara í leiklistarnám í sama skólanum, var Helena ekki búin að tala um þennan draum jafn lengi. „Ég hef alltaf verið mjög hrædd við að viðurkenna áhuga minn á leiklist, einfaldlega vegna þess að allir í kringum mig vissu að ég stefndi í tónlistina“ útskýrir Helena. Þegar hún tók þátt í skólasýningu Hagaskóla á Lion King þá breyttist allt og opnaði það augu hennar. „Árið 2015 komst ég inn í Götuleikhús Hins Hússins. Það að komast þangað inn gaf mér nóg traust á eigin getu til þess að hugsa mér framtíð í leiklistinni.“ Lagið Horfðu á mig er aðgengilegt á Spotify og eru tvö önnur lög væntanleg frá þeim á næstunni.Anna Karen Richardson Óskrifaðar reglur í áheyrnarprufum Rósa hafði reynt að komast í nokkra skóla erlendis og hafði farið í ýmsar leikprufur síðustu ár þegar hún komst inn í American Academy of Dramatic Arts, þar sem hún er nú að klára leiklistargráðu. „Þegar ég varð átján ára kviknaði þessi þrá hjá mér í upplifanir sem ég vissi að biðu mín annars staðar en um leið og ég útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, lá leiðin mín til Suður-Frakklands í frönskuskóla. Síðan þá hef ég flakkað milli Íslands og Evrópu þar til ég fann mig í New York en hef búið þar síðast liðið ár. Ég valdi Bandaríkin vegna þess að eins einkennilega og það kann að hljóma þá var tilhugsunin að vera lítill fiskur í stórri tjörn eitthvað svo heillandi.“ Helena ákvað skóla snemma í ferlinu og er einstaklega ánægð með undirbúninginn fyrir störf í leiklist. „Ég skoðaði skóla í örugglega tvö ár, á meðan ég var í MH, en ákvað að ég vildi fara í The American Academy og Dramatic Arts. Prógrammið er tvö ár, mjög mikil harka, en ég þrífst á því að hafa mikið að gera svo það hentaði mér mjög vel. Námið er bæði tengt sviðslistum og kvikmyndaiðnaðinum en leiklistin en nokkuð ólík á milli þessara miðla. Einnig er mikil áhersla lögð á sögu leiklistarinnar og undirbúning fyrir bransann sem er öllum svo ótrúlega framandi þegar þau byrja fyrst í náminu. Mér þótti áfangi sem undirbjó okkur undir prufur í bransanum líklega einn áhugaverðasti áfangi sem ég hef tekið, allar óskrifuðu reglurnar sem manni hefði ekki dottið í hug að við þyrftum að fylgja komu mér mjög á óvart.“ Kölluð vinkona eftir einn kaffibolla Þær segja báðar að námið sé krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt. Það sé stressandi en gefandi á sama tíma og fá einstaklingar frelsi til að finna sig sem listamenn. „Námið er á ensku, en því fylgir kennsla á mismunandi hreimum og bandarískri listarsögu ásamt mikilvægi þess að virða náungann og að vera til staðar fyrir hvort annað í framtíðar verkefnum, útskýrir Rósa. „Leiklistarnám krefur þig til þess að skoða sjálfan þig mjög djúpt og læra hluti um þig sem maður vill kannski ekkert vita af. Ég hef alveg þurft að sætta mig við mína eigin kosti og galla. Ég hef aldrei lært jafn mikið um aðra og í náminu. Fólk í Bandaríkjunum er ólíkt Íslendingum, samskipti og félagslíf eru gjör ólíkt og þetta var áhugaverð reynsla. Ég er ekki vön því að fólk kalli mig vinkonu sína eftir að hafa gripið kaffi einu sinni, en það var bara mjög skemmtileg tilbreyting,“ segir Helena. Rósa flaug heim til Íslands í mars á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. „Þegar ég kom heim tók við fjarkennsla sem virtist óyfirstíganlegt verkefni en reyndist mér ágætlega. Það var mjög lærdómsríkt og ég hafði mikinn tíma til þess að íhuga hvert mitt næsta skref væri en eitt af því fyrsta sem ég hugsaði til var að semja tónlist með Helenu þar sem hún hafði haft samband við mig haustið áður og spjallað um einmitt það.“ Hún flaug svo aftur út til New York þann þriðja janúar. Hún segir að það væri gaman að búa og starfa á Íslandi einn daginn, en eins og er langar hana að sjá hvað Bandaríkin hafa upp á að bjóða. Búðirnar tómar Helena er búin að útskrifast úr náminu en hún lærði í Los Angeles þar sem hann er einnig staðsettur. Hún kom líka heim til Íslands í mars og stefnir ekki á að fara aftur út. „Það var svolítið óþægilegt að vera í LA þegar heimsfaraldurinn var að skella á. Mig fór strax að gruna að útlendingar á visa leyfum, eins og ég, myndu mögulega missa landvistarleyfið okkar, að minnsta kosti tímabundið. Það reyndist svo rétt síðar í faraldrinum. Ég og foreldrar mínir ákváðum að það væri lang öruggast fyrir mig að fara heim til Íslands og þau bókuðu flug fyrir mig heim 18 mars, á miðvikudegi, en ég fékk fréttirnar á laugardeginum fyrir flugið. Ég átti eftir að pakka og losa mig við allt dótið mitt úr íbúðinni sem var ótrúlega stressandi. Það var hins vegar mjög heppileg tímasetning á þessum flutningum af því allt fór að loka dagana fyrir flugið og flugum að fækka með hverjum deginum. Kvöldið 17. mars fórum ég og vinkona mín út í matarbúð og það var allt tómt, það var ekki einu sinni hægt að kaupa pakka af núðlum.“ Heppin að fá vinnu Hún ætlar sér án efa að heimsækja vinina í LA þegar ástandið verður betra en langar ekki að búa þar. Framtíðarplanið er að búa á Íslandi. „Ef ég ætti að flytja annað myndi það líklega vera til London og þá aðeins tímabundið. Ísland hefur alltaf átt hjarta mitt, eins klisjukennt og það hljómar.“ Klippa: Heró - Horfðu á mig Helena hefur fengið nóg af verkefnum síðan hún kom heim og er þakklát fyrir það. „Ég hef verið mun heppnari en við var að búast. Ég fékk fullt starf svo ég næ að safna. Svo í sumar skrifaði ég stuttmynd með tveimur flottum leikkonum og góðum vinkonum mínum, Silju Rós og Bríeti Kristjáns, og erum við nú með heilt teymi kvenna á bak við okkur og erum að sækja um styrk fyrir myndinni. Svo hef ég einnig skrifað þáttaröð sem ég mun vonandi byrja að „pitcha“ fljótlega. Svo auðvitað tókum við Rósa okkur saman og skrifuðum þrjú lög.“ Erfitt að velja á milli Rósa segir að það séu ákveðnir þættir við bæði tónlistina og leiklistina sem heilli og því sé erfitt að gera upp á milli. „Þetta er erfið spurning þar sem leiklistin og tónlistin haldast algjörlega í hendur en tónlistin hefur dvalið lengur með mér og er þess vegna eitthvað sem tilheyrir þægindarammanum mínum meira heldur en leiklistin. Að því sögðu, sækist ég í að fara út fyrir þægindarammann en það er einmitt það sem heillar mig mest við leiklistina, hvernig hún dregur mig jafnt og þétt í aðrar víddir og leyfir mér að kynnast mismunandi eiginleikum mínum og annarra sem ég vissi ekki að væru til,“ segir Rósa. Helena hefur svipaða sögu að segja. „Það er að vissu leiti daga munur á mér hvort ég hallast meira að. Oftar kannski tónlistin, af því ég hef verið í henni svo lengi og hún hefur verið hluti af mér frá ungum aldri. Leiklist er samt svo ótrúlega skemmtileg og gefandi að ég vona að ég þurfi aldrei að velja á milli,“ segir Helena. Rósa segir að það hafi verið þeim báðum smá áskorun að semja á íslensku en það hafi bara gerst óvart. „Það var mjög krefjandi en einnig mjög skemmtilegt. Það er alltaf einhver sérstök tenging sem maður hefur við móðurmálið sitt en án þess að ákveða það, varð Horfðu á mig samið á íslensku.“ View this post on Instagram A post shared by heró (@heromusik_) Hreinskilnar frá upphafi Helena segir að samstarfið þeirra hafi gengið fram úr björtustu vonum. „Við ákváðum strax frá upphafi að vera hreinskilnar hvor við aðra og að við myndum ekki leggja áherslu á okkar eigin rödd í lögum, heldur alltaf hvað væri best fyrir hvert lag hverju sinni. Við höfum nokkrum sinnum verið ósammála með einstaka atriði, en höfum alltaf fundið lausnir sem henta okkur báðum. Við höfum báðar mikinn áhuga á popp tónlist og hlustum á svipað listafólk. Innblásturinn okkar er því nokkuð líkur, sem er mjög hjálplegt. Svo erum við einnig með mjög ólíka styrkleika sem blandast vel saman og hafa hjálpað okkur að búa til list sem við erum sáttar við. „Textinn var saminn um unglingsár mín og Helenu og upplifun marga náinna vina okkar. Hugmyndin kemur frá sjálfhverfum hugsunum, þá upplifun að vita ekki nákvæmlega hvað maður vill til lengri tíma en óskar þess að elskhugi manns taki manni eins og maður er og verði til staðar á þann hátt sem þú þarft, hér og nú. Að lifa í núinu en að ætlast til of mikils af einhverjum sem þig þykir vænt um,“ segir Rósa um innblásturinn. Svolítið sama um þig Þetta er fyrsta lagið sem þær gefa út en hafa samt samið lög í gegnum tíðina án þess að senda þau frá sér. „Lagið er dökkt og dularfullt, sem ég tengi við veturinn. Lagið var tilbúið úr masteringu í lok nóvember, sem gerði janúar okkar fyrsta mögulega útgáfutíma, þar sem við vildum ekki gefa út í miðri jólatíð. Við vildum hins vegar ekki gefa út 1 janúar, af því fólk á það til að vera nokkuð þreytt og bugað þann dag. 2. janúar var hins vegar laugardagur, sem okkur fannst bara mjög heillandi dagsetning og á vel við lagið,“ segir Helena um tímasetningu útgáfunnar. Henni fannst virkilega skemmtilegt að semja lagið á Íslensku. „Við eigum svo fallegt móðurmál sem hægt er að ríma og stuðla án þess að verða klisjukenndur. Mér finnst í raun mun skemmtilegra að búa til íslenska texta, þó svo það sé auðveldara á ensku.“ Hún segir að textinn búi til draumkennda andrúmsloftið sem þær sóttust eftir í laginu. „Ég man vel eftir því að vera ung og nokkuð týnd í því hvernig mér leið og hvað ég ætlaði mér. Línan er þér sama þó mér sé svolítið sama um þig er í raun tekin beint úr unglinsárunum mínum. Ég man eftir því að liggja við hlið stráks og spyrja sjálfa mig hvort mér væri kannski bara sama um hann. Ég myndi ekki hugsa þetta í dag, en unga ég gerði það alveg. Textinn er nokkurs konar uppgjör við þau ár, bæði hjá mér og Rósu en einnig fólkinu í kringum okkur.“ Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Báðar voru í leiklistarskóla í Bandaríkjunum þegar þær þurftu að fljúga heim vegna ástandsins þar í landi. Helena og Rósa hafa báðar haft áhuga á tónlist síðan þær voru stelpur og þakka mæðrum sínum fyrir það. „Mamma hefur oft sagt mér sögur frá því ég var barn, örugglega bara þriggja eða fjögurra ára gömul, þar sem ég var nú þegar byrjuð að tala um það að ég ætlaði mér að verða söngkona. Hún nefndi það að ég hafi sungið svo hátt í jólamessu á leikskólanum að presturinn hafi kalla mig "forsöngvara". Ég man auðvitað sjálf ekkert eftir þessu, en alveg frá því að ég byrjaði að muna eftir mér hefur mig alltaf langað að vinna við söng. Ég var sett í píanó nám þegar ég varð 5 ára til þess að þjálfa tóneyrað mitt og byggja fyrir mig grunn í tónlist, ef mig skildi ennþá langa að vinna við hana þegar ég fullorðnaðist. Mig hins vegar grunaði ekki að ég gæti samið lög, þar sem ég hafði lítinn áhuga á píanó náminu mínu, og fylgdist ekki vel með í hljómfræði. En einhvern veginn virðast upplýsingarnar hafa sýgst inn,“ segir Helena. Danspartý í stofunni heima „Þegar ég var yngri setti mamma reglulega á No More Tears með stór stjörnunum Barbara Streisand og Donna Summer og kallaði upp til okkar krakkana: „Dansparty, allir niður.“ Við dönsuðum eins og fávitar, öskruðum „Enough is enough“ í sífellu og fyrir sex ára aldur kunni ég allan textann. Mamma kynnti mig einnig fyrir Jojo, Britney Spears og Christinu Aguileru en þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ástríða mömmu minnar sem kveikti áhuga minn á söng og tónlist,“ segir Rósa. „Ég var í píanó námi í sjö ár, sex þeirra í Suzuki skólanum í Reykjavík og eitt við Tónlistaskólann í Reykjavík. Ég er því með miðstigspróf í píanó. Ég byrjaði í skólakór í fyrsta eða öðrum bekk i grunnskóla. Eftir nokkur ár þar ákvað ég að byrja í kór utan skólans og fór í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Domus Vox um tólf ára aldurinn. Ég byrjaði svo í einsögnsnámi hjá Domus Vox, hjá Hönnu Björk Guðjónsdóttur, og kláraði miðstig í klassískum söng þar. Ég var svo áfarm í Auroru kór hjá þeim, á meðan ég tók fyrsta árið á framhaldsstigi í Söngskóla Sigurðar Demetz hjá Elsu Waage. Eftir það ár fór ég í leiklistar nám úti í LA og kláraði því ekki framhaldsstig. Úti í LA lærði ég samt söngleikja-söng, sem var skemmtileg tilbreyting frá klassíkinni. Söngkennararnir mínir voru allar mjög klárar og hjálpuðu mér mjög mikið að þjálfa röddina mína og breikka raddsviðið mitt, sem var lengi of hátt fyrir venjuleg popplög,“ segir Helena. Hrædd við að viðurkenna áhugann „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist en hafði ekki lagt hana fyrir mig fyrr en nú. Á unglingsárunum mínum uppgötvaði ég hljómsveitina Little Mix en hef verið dyggur aðdáandi síðan. Ég dáðist að mismunandi útsetningum þeirra á lögum annarra listamanna og sínum eigin og hvernig harmóníurnar voru unnar. Fljótlega hafði ég þróað með mér gott eyra fyrir tónlist og gat auðveldlega ímyndað mér mismunandi eða aðra melódíu viðlaga sem voru nú þegar til,“ segir Rósa. Þó að þær hafi báðar valið að fara í leiklistarnám í sama skólanum, var Helena ekki búin að tala um þennan draum jafn lengi. „Ég hef alltaf verið mjög hrædd við að viðurkenna áhuga minn á leiklist, einfaldlega vegna þess að allir í kringum mig vissu að ég stefndi í tónlistina“ útskýrir Helena. Þegar hún tók þátt í skólasýningu Hagaskóla á Lion King þá breyttist allt og opnaði það augu hennar. „Árið 2015 komst ég inn í Götuleikhús Hins Hússins. Það að komast þangað inn gaf mér nóg traust á eigin getu til þess að hugsa mér framtíð í leiklistinni.“ Lagið Horfðu á mig er aðgengilegt á Spotify og eru tvö önnur lög væntanleg frá þeim á næstunni.Anna Karen Richardson Óskrifaðar reglur í áheyrnarprufum Rósa hafði reynt að komast í nokkra skóla erlendis og hafði farið í ýmsar leikprufur síðustu ár þegar hún komst inn í American Academy of Dramatic Arts, þar sem hún er nú að klára leiklistargráðu. „Þegar ég varð átján ára kviknaði þessi þrá hjá mér í upplifanir sem ég vissi að biðu mín annars staðar en um leið og ég útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, lá leiðin mín til Suður-Frakklands í frönskuskóla. Síðan þá hef ég flakkað milli Íslands og Evrópu þar til ég fann mig í New York en hef búið þar síðast liðið ár. Ég valdi Bandaríkin vegna þess að eins einkennilega og það kann að hljóma þá var tilhugsunin að vera lítill fiskur í stórri tjörn eitthvað svo heillandi.“ Helena ákvað skóla snemma í ferlinu og er einstaklega ánægð með undirbúninginn fyrir störf í leiklist. „Ég skoðaði skóla í örugglega tvö ár, á meðan ég var í MH, en ákvað að ég vildi fara í The American Academy og Dramatic Arts. Prógrammið er tvö ár, mjög mikil harka, en ég þrífst á því að hafa mikið að gera svo það hentaði mér mjög vel. Námið er bæði tengt sviðslistum og kvikmyndaiðnaðinum en leiklistin en nokkuð ólík á milli þessara miðla. Einnig er mikil áhersla lögð á sögu leiklistarinnar og undirbúning fyrir bransann sem er öllum svo ótrúlega framandi þegar þau byrja fyrst í náminu. Mér þótti áfangi sem undirbjó okkur undir prufur í bransanum líklega einn áhugaverðasti áfangi sem ég hef tekið, allar óskrifuðu reglurnar sem manni hefði ekki dottið í hug að við þyrftum að fylgja komu mér mjög á óvart.“ Kölluð vinkona eftir einn kaffibolla Þær segja báðar að námið sé krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt. Það sé stressandi en gefandi á sama tíma og fá einstaklingar frelsi til að finna sig sem listamenn. „Námið er á ensku, en því fylgir kennsla á mismunandi hreimum og bandarískri listarsögu ásamt mikilvægi þess að virða náungann og að vera til staðar fyrir hvort annað í framtíðar verkefnum, útskýrir Rósa. „Leiklistarnám krefur þig til þess að skoða sjálfan þig mjög djúpt og læra hluti um þig sem maður vill kannski ekkert vita af. Ég hef alveg þurft að sætta mig við mína eigin kosti og galla. Ég hef aldrei lært jafn mikið um aðra og í náminu. Fólk í Bandaríkjunum er ólíkt Íslendingum, samskipti og félagslíf eru gjör ólíkt og þetta var áhugaverð reynsla. Ég er ekki vön því að fólk kalli mig vinkonu sína eftir að hafa gripið kaffi einu sinni, en það var bara mjög skemmtileg tilbreyting,“ segir Helena. Rósa flaug heim til Íslands í mars á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. „Þegar ég kom heim tók við fjarkennsla sem virtist óyfirstíganlegt verkefni en reyndist mér ágætlega. Það var mjög lærdómsríkt og ég hafði mikinn tíma til þess að íhuga hvert mitt næsta skref væri en eitt af því fyrsta sem ég hugsaði til var að semja tónlist með Helenu þar sem hún hafði haft samband við mig haustið áður og spjallað um einmitt það.“ Hún flaug svo aftur út til New York þann þriðja janúar. Hún segir að það væri gaman að búa og starfa á Íslandi einn daginn, en eins og er langar hana að sjá hvað Bandaríkin hafa upp á að bjóða. Búðirnar tómar Helena er búin að útskrifast úr náminu en hún lærði í Los Angeles þar sem hann er einnig staðsettur. Hún kom líka heim til Íslands í mars og stefnir ekki á að fara aftur út. „Það var svolítið óþægilegt að vera í LA þegar heimsfaraldurinn var að skella á. Mig fór strax að gruna að útlendingar á visa leyfum, eins og ég, myndu mögulega missa landvistarleyfið okkar, að minnsta kosti tímabundið. Það reyndist svo rétt síðar í faraldrinum. Ég og foreldrar mínir ákváðum að það væri lang öruggast fyrir mig að fara heim til Íslands og þau bókuðu flug fyrir mig heim 18 mars, á miðvikudegi, en ég fékk fréttirnar á laugardeginum fyrir flugið. Ég átti eftir að pakka og losa mig við allt dótið mitt úr íbúðinni sem var ótrúlega stressandi. Það var hins vegar mjög heppileg tímasetning á þessum flutningum af því allt fór að loka dagana fyrir flugið og flugum að fækka með hverjum deginum. Kvöldið 17. mars fórum ég og vinkona mín út í matarbúð og það var allt tómt, það var ekki einu sinni hægt að kaupa pakka af núðlum.“ Heppin að fá vinnu Hún ætlar sér án efa að heimsækja vinina í LA þegar ástandið verður betra en langar ekki að búa þar. Framtíðarplanið er að búa á Íslandi. „Ef ég ætti að flytja annað myndi það líklega vera til London og þá aðeins tímabundið. Ísland hefur alltaf átt hjarta mitt, eins klisjukennt og það hljómar.“ Klippa: Heró - Horfðu á mig Helena hefur fengið nóg af verkefnum síðan hún kom heim og er þakklát fyrir það. „Ég hef verið mun heppnari en við var að búast. Ég fékk fullt starf svo ég næ að safna. Svo í sumar skrifaði ég stuttmynd með tveimur flottum leikkonum og góðum vinkonum mínum, Silju Rós og Bríeti Kristjáns, og erum við nú með heilt teymi kvenna á bak við okkur og erum að sækja um styrk fyrir myndinni. Svo hef ég einnig skrifað þáttaröð sem ég mun vonandi byrja að „pitcha“ fljótlega. Svo auðvitað tókum við Rósa okkur saman og skrifuðum þrjú lög.“ Erfitt að velja á milli Rósa segir að það séu ákveðnir þættir við bæði tónlistina og leiklistina sem heilli og því sé erfitt að gera upp á milli. „Þetta er erfið spurning þar sem leiklistin og tónlistin haldast algjörlega í hendur en tónlistin hefur dvalið lengur með mér og er þess vegna eitthvað sem tilheyrir þægindarammanum mínum meira heldur en leiklistin. Að því sögðu, sækist ég í að fara út fyrir þægindarammann en það er einmitt það sem heillar mig mest við leiklistina, hvernig hún dregur mig jafnt og þétt í aðrar víddir og leyfir mér að kynnast mismunandi eiginleikum mínum og annarra sem ég vissi ekki að væru til,“ segir Rósa. Helena hefur svipaða sögu að segja. „Það er að vissu leiti daga munur á mér hvort ég hallast meira að. Oftar kannski tónlistin, af því ég hef verið í henni svo lengi og hún hefur verið hluti af mér frá ungum aldri. Leiklist er samt svo ótrúlega skemmtileg og gefandi að ég vona að ég þurfi aldrei að velja á milli,“ segir Helena. Rósa segir að það hafi verið þeim báðum smá áskorun að semja á íslensku en það hafi bara gerst óvart. „Það var mjög krefjandi en einnig mjög skemmtilegt. Það er alltaf einhver sérstök tenging sem maður hefur við móðurmálið sitt en án þess að ákveða það, varð Horfðu á mig samið á íslensku.“ View this post on Instagram A post shared by heró (@heromusik_) Hreinskilnar frá upphafi Helena segir að samstarfið þeirra hafi gengið fram úr björtustu vonum. „Við ákváðum strax frá upphafi að vera hreinskilnar hvor við aðra og að við myndum ekki leggja áherslu á okkar eigin rödd í lögum, heldur alltaf hvað væri best fyrir hvert lag hverju sinni. Við höfum nokkrum sinnum verið ósammála með einstaka atriði, en höfum alltaf fundið lausnir sem henta okkur báðum. Við höfum báðar mikinn áhuga á popp tónlist og hlustum á svipað listafólk. Innblásturinn okkar er því nokkuð líkur, sem er mjög hjálplegt. Svo erum við einnig með mjög ólíka styrkleika sem blandast vel saman og hafa hjálpað okkur að búa til list sem við erum sáttar við. „Textinn var saminn um unglingsár mín og Helenu og upplifun marga náinna vina okkar. Hugmyndin kemur frá sjálfhverfum hugsunum, þá upplifun að vita ekki nákvæmlega hvað maður vill til lengri tíma en óskar þess að elskhugi manns taki manni eins og maður er og verði til staðar á þann hátt sem þú þarft, hér og nú. Að lifa í núinu en að ætlast til of mikils af einhverjum sem þig þykir vænt um,“ segir Rósa um innblásturinn. Svolítið sama um þig Þetta er fyrsta lagið sem þær gefa út en hafa samt samið lög í gegnum tíðina án þess að senda þau frá sér. „Lagið er dökkt og dularfullt, sem ég tengi við veturinn. Lagið var tilbúið úr masteringu í lok nóvember, sem gerði janúar okkar fyrsta mögulega útgáfutíma, þar sem við vildum ekki gefa út í miðri jólatíð. Við vildum hins vegar ekki gefa út 1 janúar, af því fólk á það til að vera nokkuð þreytt og bugað þann dag. 2. janúar var hins vegar laugardagur, sem okkur fannst bara mjög heillandi dagsetning og á vel við lagið,“ segir Helena um tímasetningu útgáfunnar. Henni fannst virkilega skemmtilegt að semja lagið á Íslensku. „Við eigum svo fallegt móðurmál sem hægt er að ríma og stuðla án þess að verða klisjukenndur. Mér finnst í raun mun skemmtilegra að búa til íslenska texta, þó svo það sé auðveldara á ensku.“ Hún segir að textinn búi til draumkennda andrúmsloftið sem þær sóttust eftir í laginu. „Ég man vel eftir því að vera ung og nokkuð týnd í því hvernig mér leið og hvað ég ætlaði mér. Línan er þér sama þó mér sé svolítið sama um þig er í raun tekin beint úr unglinsárunum mínum. Ég man eftir því að liggja við hlið stráks og spyrja sjálfa mig hvort mér væri kannski bara sama um hann. Ég myndi ekki hugsa þetta í dag, en unga ég gerði það alveg. Textinn er nokkurs konar uppgjör við þau ár, bæði hjá mér og Rósu en einnig fólkinu í kringum okkur.“
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira