Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 08:47 Samfélagsmiðillinn Parler hefur notið mikilla vinsælda meðal fólks sem hefur verið bannað eða ritskoðað á Twitter. Getty/Gabby Jones Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram, en þar má finna fjölmarga stuðningsmenn forsetans sem og fólk sem aðhyllist QAnon samsæriskenninguna. Samkvæmt henni er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. Þangað fara margir sem Twitter hefur látið loka fyrir, en í gær lá vefurinn tímabundið niðri vegna álags í kjölfar ákvörðunar Twitter um að loka á reikning Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda þar, sem og Fox-stjarnan Sean Hannity sem er með sjö milljónir fylgjenda. Google hefur nú þegar fjarlægt Parler úr Play Store hjá sér, þar sem notendur geta sótt ýmis smáforrit. Var sú ákvörðun tekin eftir að miðillinn neitaði að taka út „svívirðilegar færslur“ notenda sem gætu hvatt til ofbeldis að þeirra mati. Apple hefur einnig gefið miðlinum viðvörun og tilkynnti í gær að miðillinn hefði sólarhring til þess að grípa til aðgerða áður en hann yrði fjarlægður úr App Store. Á Parler má finna færslur fólks sem aðhyllist samsæriskenninguna um QAnon, sem gengur út á það að heiminum sé stjórnað af djöfladýrkandi barnaníðingum.Getty/Stephen Maturen „Valdboðssinnar sem hata tjáningafrelsið“ Beiðnir Apple og Google hafa farið illa í framkvæmdastjórann John Matze, sem kveðst ekki ætla að verða við beiðnum þeirra. „Við munum ekki láta eftir pólitískum fyrirtækjum og þeim valdboðssinnum sem hata tjáningarfrelsið!“ Í bréfi Apple til fyrirsvarsmanna Parler segir að fjölmargar kvartanir hafi borist vegna þeirra samskipta sem þar fara fram. Þá hafi margir fullyrt að miðillinn hafi verið nýttur til þess að skipuleggja og ýta frekar undir þá atburði sem urðu í Washington á miðvikudag. „Okkar rannsókn hefur leitt í ljós að Parler er hvorki að fylgjast með né fjarlægja efni sem ýtir undir ólöglega háttsemi og setur almenning í hættu,“ sagði Apple í tilkynningu þar sem Parler var gefinn sólarhringsfrestur. „Við munum ekki bjóða upp á miðla sem innihalda hættulegar og meiðandi færslur.“ Líkt og áður sagði hefur Google nú þegar fjarlægt miðillinn úr Play Store þar sem Google gerði þá kröfu að forrit, þar sem notendur gætu sjálfir birt færslur, þyrftu að hafa einhverja yfirstjórn og úrræði til þess að fjarlægja færslur sem ekki samrýmdust notendaskilmálum. „Í ljósi þeirrar ógnar sem steðjar að almannaöryggi um þessar mundir höfum við fjarlægt forritið úr Play Store þar til gripið verður til aðgerða.“ Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Google Apple Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram, en þar má finna fjölmarga stuðningsmenn forsetans sem og fólk sem aðhyllist QAnon samsæriskenninguna. Samkvæmt henni er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. Þangað fara margir sem Twitter hefur látið loka fyrir, en í gær lá vefurinn tímabundið niðri vegna álags í kjölfar ákvörðunar Twitter um að loka á reikning Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda þar, sem og Fox-stjarnan Sean Hannity sem er með sjö milljónir fylgjenda. Google hefur nú þegar fjarlægt Parler úr Play Store hjá sér, þar sem notendur geta sótt ýmis smáforrit. Var sú ákvörðun tekin eftir að miðillinn neitaði að taka út „svívirðilegar færslur“ notenda sem gætu hvatt til ofbeldis að þeirra mati. Apple hefur einnig gefið miðlinum viðvörun og tilkynnti í gær að miðillinn hefði sólarhring til þess að grípa til aðgerða áður en hann yrði fjarlægður úr App Store. Á Parler má finna færslur fólks sem aðhyllist samsæriskenninguna um QAnon, sem gengur út á það að heiminum sé stjórnað af djöfladýrkandi barnaníðingum.Getty/Stephen Maturen „Valdboðssinnar sem hata tjáningafrelsið“ Beiðnir Apple og Google hafa farið illa í framkvæmdastjórann John Matze, sem kveðst ekki ætla að verða við beiðnum þeirra. „Við munum ekki láta eftir pólitískum fyrirtækjum og þeim valdboðssinnum sem hata tjáningarfrelsið!“ Í bréfi Apple til fyrirsvarsmanna Parler segir að fjölmargar kvartanir hafi borist vegna þeirra samskipta sem þar fara fram. Þá hafi margir fullyrt að miðillinn hafi verið nýttur til þess að skipuleggja og ýta frekar undir þá atburði sem urðu í Washington á miðvikudag. „Okkar rannsókn hefur leitt í ljós að Parler er hvorki að fylgjast með né fjarlægja efni sem ýtir undir ólöglega háttsemi og setur almenning í hættu,“ sagði Apple í tilkynningu þar sem Parler var gefinn sólarhringsfrestur. „Við munum ekki bjóða upp á miðla sem innihalda hættulegar og meiðandi færslur.“ Líkt og áður sagði hefur Google nú þegar fjarlægt miðillinn úr Play Store þar sem Google gerði þá kröfu að forrit, þar sem notendur gætu sjálfir birt færslur, þyrftu að hafa einhverja yfirstjórn og úrræði til þess að fjarlægja færslur sem ekki samrýmdust notendaskilmálum. „Í ljósi þeirrar ógnar sem steðjar að almannaöryggi um þessar mundir höfum við fjarlægt forritið úr Play Store þar til gripið verður til aðgerða.“
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Google Apple Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15