Leikurinn fór fram í Slóveníu og heimamenn leiddu 15-13 í hálfleik. Hollendingar komu til baka í seinni hálfleik og sóttu dýrmætt stig.
Fyrri leik liðanna sem fór fram í Hollandi sigraði Slóvenía örugglega með ellefu mörkum og var því mikilvægt fyrir Holland að tapa ekki í kvöld.
Holland er í 3. sæti í riðlinum með þrjú stig, líkt og Slóvenía en Slóvenar hafa spilað einum leik minna.