Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 09:01 Bjarki Már Elísson hitamældur við komuna á hótelið glæsilega sem sjá má til hliðar. Twitter/@egypt2021en Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. Íslendingar hafa á síðustu viku spilað tvo leiki við Portúgal í undankeppni EM og eftir seinni leik liðanna, á Ásvöllum á sunnudag, ferðuðust andstæðingarnir saman til Kaíró í gær. Flogið var með viðkomu í Kaupmannahöfn og samkvæmt ferðasögu á handbolti.is var hópurinn lentur um kl. 20 að staðartíma, eða kl. 18 að íslenskum tíma. Group F's European nations landing in #Egypt2021. #HeroisDoMar | #SuperPortugal | #GOPortugal | #StrákarnirOkkar | #GOIceland | @HSI_Iceland | @AndebolPortugal pic.twitter.com/BU1xyxDKIb— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 12, 2021 Við komuna á liðshótel sitt voru bæði íslensku leikmennirnir og þeir portúgölsku allir hitamældir og drifnir í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Twitter-síða mótsins birti myndskeið af því sem sjá má hér að ofan. Reynist öll sýni neikvæð geta strákarnir okkar svo farið í lokaundirbúning fyrir HM með æfingum og liðsfundum í dag og á morgun. Landsliðið dvelur næstu daga, og vonandi sem lengst, á hinu glæsilega Hotel Al Masah Royal Palace í nágrenni Kaíró. Liðið leikur við Portúgal á fimmtudag, Alsír á laugardag og Marokkó næsta mánudag, en allir leikirnir hefjast kl. 19.30 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handball Egypt 2021 (@egypt2021) Ísland verður svo vonandi eitt þriggja liða úr riðlinum sem kemst áfram í milliriðil og spilar 20., 22. og 24. janúar. Tvö efstu liðin úr milliriðli komast áfram í 8-liða úrslit. HM 2021 í handbolta Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Íslendingar hafa á síðustu viku spilað tvo leiki við Portúgal í undankeppni EM og eftir seinni leik liðanna, á Ásvöllum á sunnudag, ferðuðust andstæðingarnir saman til Kaíró í gær. Flogið var með viðkomu í Kaupmannahöfn og samkvæmt ferðasögu á handbolti.is var hópurinn lentur um kl. 20 að staðartíma, eða kl. 18 að íslenskum tíma. Group F's European nations landing in #Egypt2021. #HeroisDoMar | #SuperPortugal | #GOPortugal | #StrákarnirOkkar | #GOIceland | @HSI_Iceland | @AndebolPortugal pic.twitter.com/BU1xyxDKIb— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 12, 2021 Við komuna á liðshótel sitt voru bæði íslensku leikmennirnir og þeir portúgölsku allir hitamældir og drifnir í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Twitter-síða mótsins birti myndskeið af því sem sjá má hér að ofan. Reynist öll sýni neikvæð geta strákarnir okkar svo farið í lokaundirbúning fyrir HM með æfingum og liðsfundum í dag og á morgun. Landsliðið dvelur næstu daga, og vonandi sem lengst, á hinu glæsilega Hotel Al Masah Royal Palace í nágrenni Kaíró. Liðið leikur við Portúgal á fimmtudag, Alsír á laugardag og Marokkó næsta mánudag, en allir leikirnir hefjast kl. 19.30 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handball Egypt 2021 (@egypt2021) Ísland verður svo vonandi eitt þriggja liða úr riðlinum sem kemst áfram í milliriðil og spilar 20., 22. og 24. janúar. Tvö efstu liðin úr milliriðli komast áfram í 8-liða úrslit.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira