Rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum á tímum faraldurs Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 10:42 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn. Vísir/Vilhelm Á sama tíma og íbúðaverð tók að hækka í kjölfar vaxtalækkana á seinni hluta síðasta árs hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði staðið í stað. Frá janúar og fram í maí mældist lækkun milli mánaða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum en síðan tók við lítils háttar hækkun milli mánaða fram að október þegar verð tók að lækka. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en 0,7% hækkun mældist á leiguverði milli mánaða í nóvember. Tölur desembermánaðar liggja ekki enn fyrir. Að sögn hagfræðideildar bankans var almennt talsvert rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum eftir að áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 fór að gæta hér á landi. Sé litið til 12 mánaða hækkunar sést að frá því í mars hefur hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði og hefur munurinn aukist. Áhrif faraldursins dregið úr verðþrýstingi „Veirufaraldurinn hefur haft tvíþætt áhrif á leigumarkaðinn í það minnsta. Fyrir það fyrsta hafa vextir lækkað sem viðbragð við þeirri kreppu sem faraldurinn orsakaði. Það hefur auðveldað fasteignakaup og þar með hugsanlega dregið úr eftirspurn eftir húsnæði til leigu. Faraldurinn hefur einnig gert það að verkum að ferðamönnum fækkaði verulega og mikill fjöldi Airbnb íbúða fékk annars konar notkun,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Aukið framboð og minni eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi því verulega dregið úr verðþrýstingi á leigumarkaði. Fleiri í eigin húsnæði Fram kemur í niðurstöðum könnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að 19% leigjenda telji framboð leiguhúsnæðis sem hentar sér og sinni fjölskyldu vera mjög eða frekar mikið, samanborið við 12% fyrir ári síðan. Einnig má þar greina hlutfallslega aukningu meðal leigjenda sem átti auðvelt með að útvega sér leiguhúsnæði. Hlutfallið er nú um 52% en var 48% fyrir ári síðan. Er þetta vísbending um að framboð á leiguhúsnæði hafi aukist. „Tæplega 13% einstaklinga 18 ára og eldri eru nú á leigumarkaði samkvæmt rannsóknum HMS samanborið við tæp 17% áður en faraldurinn hófst. Hlutfall fólks sem býr í eigin húsnæði hefur hækkað úr 70% fyrir útbreiðslu faraldursins í 73%. Þetta bendir til þess að leigjendum hafi mörgum gefist kostur á að kaupa sér fasteign á síðustu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að óljóst sé hvort um varanlega breytingu sé að ræða á leigumarkaðnum. Þó telur hagfræðideildin líklegt að leigjendur muni áfram streyma í eigið húsnæði á næstu árum, meðal annars með með stuðningi frá stjórnvöldum í gegnum hlutdeildarlán. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigumarkaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22 Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en 0,7% hækkun mældist á leiguverði milli mánaða í nóvember. Tölur desembermánaðar liggja ekki enn fyrir. Að sögn hagfræðideildar bankans var almennt talsvert rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum eftir að áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 fór að gæta hér á landi. Sé litið til 12 mánaða hækkunar sést að frá því í mars hefur hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði og hefur munurinn aukist. Áhrif faraldursins dregið úr verðþrýstingi „Veirufaraldurinn hefur haft tvíþætt áhrif á leigumarkaðinn í það minnsta. Fyrir það fyrsta hafa vextir lækkað sem viðbragð við þeirri kreppu sem faraldurinn orsakaði. Það hefur auðveldað fasteignakaup og þar með hugsanlega dregið úr eftirspurn eftir húsnæði til leigu. Faraldurinn hefur einnig gert það að verkum að ferðamönnum fækkaði verulega og mikill fjöldi Airbnb íbúða fékk annars konar notkun,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Aukið framboð og minni eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi því verulega dregið úr verðþrýstingi á leigumarkaði. Fleiri í eigin húsnæði Fram kemur í niðurstöðum könnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að 19% leigjenda telji framboð leiguhúsnæðis sem hentar sér og sinni fjölskyldu vera mjög eða frekar mikið, samanborið við 12% fyrir ári síðan. Einnig má þar greina hlutfallslega aukningu meðal leigjenda sem átti auðvelt með að útvega sér leiguhúsnæði. Hlutfallið er nú um 52% en var 48% fyrir ári síðan. Er þetta vísbending um að framboð á leiguhúsnæði hafi aukist. „Tæplega 13% einstaklinga 18 ára og eldri eru nú á leigumarkaði samkvæmt rannsóknum HMS samanborið við tæp 17% áður en faraldurinn hófst. Hlutfall fólks sem býr í eigin húsnæði hefur hækkað úr 70% fyrir útbreiðslu faraldursins í 73%. Þetta bendir til þess að leigjendum hafi mörgum gefist kostur á að kaupa sér fasteign á síðustu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að óljóst sé hvort um varanlega breytingu sé að ræða á leigumarkaðnum. Þó telur hagfræðideildin líklegt að leigjendur muni áfram streyma í eigið húsnæði á næstu árum, meðal annars með með stuðningi frá stjórnvöldum í gegnum hlutdeildarlán.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigumarkaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22 Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22
Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00