Þá er henni ætlað að vekja frekari athygli á náttúruparadísum Norðurlands eystra. Þetta kemur fram á vef Mývatnsstofu sem sinnir markaðs- og kynningarmálum fyrir ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Úlla starfaði áður hjá RÚV á Norðurlandi en Vísir greindi frá því í nóvember að hún hafi verið meðal þeirra sem var sagt upp störfum í niðurskurði á fréttastofu RÚV. Þar áður starfaði Úlla á sjónvarpsstöðinni N4.
Um er að ræða nýja stöðu hjá Mývatnsstofu sem er ætlað að efla núverandi verkefni markaðsstofunnar og að víkka starfsemina út enn frekar í samstarfi við verkefnið Nýsköpun í Norðri. Mun það koma í hlut Úllu að þróa viðburði sem Mývatnsstofa heldur utan um á borð við Vetrarhátíð við Mývatn og Mývatnsmaraþonið, er fram kemur á vef stofunnar.
Úlla er margmiðlunarfræðingur frá Margmiðlunarskólanum og digital compositor frá Campus i12 í Svíþjóð.