Fótbolti

Grátlegt jafntefli kom í veg fyrir fimmta sigur Al Arabi í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar er að gera góða hluti í Al Arabi.
Aron Einar er að gera góða hluti í Al Arabi. Simon Holmes/Getty Images

Al Arabi gerði 1-1 jafntefli við Al-Gharfa er liðin mættust í úrvalsdeildinni í Katar. Jafnteflið var afar svekkjandi fyrir Íslendingaliðið.

Fyrsta mark leiksins kom á ellefu mínútu. Þá skoraði Íraninn Mehdi Torabi og kom Al Arabi yfir en á 97. mínútu jöfnuðu Al-Gharfa úr vítaspyrnu og þar við sat. Lokatölur 1-1.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi sem er í sjöunda sætinu með átján stig.

Al-Gharafa er í fjórða sætinu en Aron Einar og félagar eru bara fimm stigum frá þriðja sætinu en fjórtán umferðir eru búnar. Þeir höfðu unnið fjóra leiki í röð fyrir leik dagsins.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi. Freyr Alexandersson er honum til aðstoðar og Bjarki Már Ólafsson í starfsteyminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×