Cardell er örvhent og leikur í hægra horni. Hún er nítján ára gömul og á að baki 12 U-landsleiki fyrir Svíþjóð.
Hún segir í samtali við Fésbókarsíðu Savehof að Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, og unnusti hennar Claes Engelbrektsson hafi hjálpað henni við samninginn.
Olís deild kvenna fer af stað á nýjan leik um helgina en ÍBV spilar við Fram á laugardaginn. ÍBV var með fimm stig er allt var sett á ís í haust.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.