„Sýndum þessu ást og unnum hart að þessu“ Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2021 11:01 Þeir félagar eru ólíkir tónlistarmenn að sögn Birnis, en höfðu þó báðir gaman af samstarfinu og lögðu allt í sölurnar við gerð lagsins. Aðsend Tónlistarmennirnir Birnir og Páll Óskar sameina krafta sína í nýjum poppsmelli sem kemur út í dag. Lagið heitir Spurningar og verður tónlistarmyndband þess einnig frumsýnt í dag. „Þetta er lag um ást og erfiðleika sem fylgja henni. Svo er þetta líka bara algjört smash popp lag, og tæklar það að vera í ástarsambandi eða vera ástfanginn eða skotinn. Þá geta í kjölfarið komið efasemdir,“ segir Birnir um nýja lagið í samtali við Vísi. Lagið er upprunalega samið af honum og Þormóði Eiríkssyni pródúsent og lagahöfundi, sem hefur unnið með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum landsins undanfarin ár. Það leið þó ekki á löngu þar til Páll Óskar kom inn í myndina. Lagið er gefið út af Sticky Records, plötuútgáfu Priksins. „Ég gerði þetta lag með Þormóði, söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug - þetta var svolítið Pallalegt. Ég sendi honum demóið. Við höfðum aldrei unnið saman áður en þekktumst aðeins í gegnum tónlistina.“ „Ég söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug.“Aðsend Ástríðan sameinar Birnir segir þá félaga ólíka en þeir finni þó sameiginlegan flöt í tónlistinni. Sjálfur hefur hann lengi verið aðdáandi Páls Óskars og gekk samstarfið afar vel. „Þegar maður er í stúdíóinu með öðrum sem hefur ástríðuna, það sameinar mann. Við vorum fókuseraðir og sýndum þessu ást og unnum hart að þessu,“ segir Birnir. „Það var geðveikt að vinna með Palla.“ Birnir og Páll Óskar lögðu mikla ást í lagið. Aðsend Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson sem hefur komið að gerð fjölda annarra tónlistarmyndbanda fyrir tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Hatara, Retro Stefson og Emmsjé Gauta. Að sögn Birnis fékk Magnús frjálsar hendur með myndbandið. „Hann kom með þessa hugmynd og mig langaði alltaf að vinna með honum. Við vorum að velja lag og þetta lag bauð upp á svo skemmtilegt video. Að gera visual við þetta lag var áskorun en líka ógeðslega gaman.“ Myndbandið verður frumsýnt í Sambandsappinu klukkan 11:30 í dag. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er lag um ást og erfiðleika sem fylgja henni. Svo er þetta líka bara algjört smash popp lag, og tæklar það að vera í ástarsambandi eða vera ástfanginn eða skotinn. Þá geta í kjölfarið komið efasemdir,“ segir Birnir um nýja lagið í samtali við Vísi. Lagið er upprunalega samið af honum og Þormóði Eiríkssyni pródúsent og lagahöfundi, sem hefur unnið með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum landsins undanfarin ár. Það leið þó ekki á löngu þar til Páll Óskar kom inn í myndina. Lagið er gefið út af Sticky Records, plötuútgáfu Priksins. „Ég gerði þetta lag með Þormóði, söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug - þetta var svolítið Pallalegt. Ég sendi honum demóið. Við höfðum aldrei unnið saman áður en þekktumst aðeins í gegnum tónlistina.“ „Ég söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug.“Aðsend Ástríðan sameinar Birnir segir þá félaga ólíka en þeir finni þó sameiginlegan flöt í tónlistinni. Sjálfur hefur hann lengi verið aðdáandi Páls Óskars og gekk samstarfið afar vel. „Þegar maður er í stúdíóinu með öðrum sem hefur ástríðuna, það sameinar mann. Við vorum fókuseraðir og sýndum þessu ást og unnum hart að þessu,“ segir Birnir. „Það var geðveikt að vinna með Palla.“ Birnir og Páll Óskar lögðu mikla ást í lagið. Aðsend Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson sem hefur komið að gerð fjölda annarra tónlistarmyndbanda fyrir tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Hatara, Retro Stefson og Emmsjé Gauta. Að sögn Birnis fékk Magnús frjálsar hendur með myndbandið. „Hann kom með þessa hugmynd og mig langaði alltaf að vinna með honum. Við vorum að velja lag og þetta lag bauð upp á svo skemmtilegt video. Að gera visual við þetta lag var áskorun en líka ógeðslega gaman.“ Myndbandið verður frumsýnt í Sambandsappinu klukkan 11:30 í dag.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira