Saga bíókóngsins á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2021 10:30 Árni Samúelsson hefur rekið Sambíóin í fjörutíu ár. Hann hefur verið bíókóngur Íslands í 40 ár og er í stjórn næst stærsta kvikmyndafyrirtækis heims enda vel þekktur í geiranum í Hollywood. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir merkilega sögu Árna Samúelssonar og Sambíóanna. „Þetta byrjaði eiginlega í Keflavík og vorum með kvikmyndahúsið í Keflavík og vorum búnir að reka það í nokkur ár og ætluðum alltaf að gægjast inn í Reykjavíkurmarkaðinn og vorum farnir að flytja inn kvikmyndir erlendis frá,“ segir Árni og heldur áfram. „Þeir vildu ekki taka það til sýninga hérna í Reykjavík svo við urðum að sækja um lóð hér í Reykjavík og hefja sjálfir rekstur hér.“ Árni sótti um lóð við Álfabakka í Reykjavík og segir hann að eigendur annara bíóa hafi reynt að koma í veg fyrir að hann fengi að byggja. „Það endaði með því að ég fór niður í Alþingi og hitti þar mann sem heitir Albert Guðmundsson sem allir þekkja og hjálpaði mörgum. Hann var bæði alþingismaður og í borgarstjórn og knattspyrnuhetja. Hann sagðist ætla reyna hjálpa mér í borgarstjórn í því að fá þessa lóð.“ Svo kom að því að kjósa í borgarstjórn um það hver fengi lóðina. Hann var spurður hvenær hann gæti byrjað að byggja og Árni sagði strax. Albert hringdi svo í Árna. „Hann sagði, jæja leiknum er lokið og ég spyr hann, hver vann? við unnum 3-2.“ Árni segir að byrjað hafi verið að moka í júní árið 1981 og framkvæmdum lokið árið 1982. Áhugi Íslendinga á bíói Árna varð strax mjög mikill. Framkvæmdum við Bíóhöllina lauk árið 1982.Þröstur Árnason 450 þúsund manns á einu ári „Það voru allir sem héldu að við værum brjálaðir að fara út í kvikmyndahúsarekstur þegar videovæðingin var að byrja og var þannig út um allan heim en við trúðum alltaf á þetta. Þetta hús hérna við Álfabakka varð strax mjög vinsælt. Ég man eitt árið þegar við vorum með bar í þessu húsi vorum við með 450 þúsund manns í aðsókn á einu ári sem hefur aldrei verið gert aftur.“ Árni vildi stækka og keypti hann Austurbæjarbíó árið 1986 og þá var Nýja-Bíó keypt þar sem átti að sýna listrænar myndir. Það gekk þó ekki og var því bíói lokað. Árið 1994 var Kringlubíó svo stofnað og tíu árum seinni opnuðu Sambíóin svo í Egilshöll. Einnig rekur hann bíó á Akureyri og Keflavík. Hann segist alls ekki á leiðinni að hætta en synir hans tveir, Björn og Alfreð sjá um daglegan rekstur og hafa gert í fjölda ára. Árni hefur getið sér gott orð erlendis og er þekkt nafn í þeim heimi og er í stjórn næststærsta kvikmyndafyrirtækis heims Cineworld. „Þeir eru með 9550 sali í 760 kvikmyndahúsum og 38 þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu.“ Árni segir að umræðan undanfarin ár hafi verið að bíóin myndu á endanum loka vegna tæknibyltingar. „Bíóin hafa alltaf staðið allt af sér. Það byrjaði með því að sjónvarpið var gert að litasjónvarpi. Þá var búist við því að bíóin myndu detta niður. Ekki skeði það og núna er komin mjög mikil samkeppni erlendis frá í þessum streymisfyrirtækjum og það hefur sett aðsókn aðeins niður en núna eru stúdíóin að fækka minni myndum, hafa færri framleiðslur og allar mjög stórar myndir.“ Hann segir að stórar myndir bíði í hrönnum á árinu 2021 en hver skildi uppáhalds mynd Árna vera? „Mín uppáhaldsmynd er Rain Man og hefur alltaf verið,“ segir Árni en hvaða mynd hefur slegið aðsóknarmet á þessum fjörutíu árum. „Það er Joker sem var rosalega stór núna í fyrra og er það stærsta mynd frá Warner Brothers sem við höfum sýnt hérna á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Árna í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir merkilega sögu Árna Samúelssonar og Sambíóanna. „Þetta byrjaði eiginlega í Keflavík og vorum með kvikmyndahúsið í Keflavík og vorum búnir að reka það í nokkur ár og ætluðum alltaf að gægjast inn í Reykjavíkurmarkaðinn og vorum farnir að flytja inn kvikmyndir erlendis frá,“ segir Árni og heldur áfram. „Þeir vildu ekki taka það til sýninga hérna í Reykjavík svo við urðum að sækja um lóð hér í Reykjavík og hefja sjálfir rekstur hér.“ Árni sótti um lóð við Álfabakka í Reykjavík og segir hann að eigendur annara bíóa hafi reynt að koma í veg fyrir að hann fengi að byggja. „Það endaði með því að ég fór niður í Alþingi og hitti þar mann sem heitir Albert Guðmundsson sem allir þekkja og hjálpaði mörgum. Hann var bæði alþingismaður og í borgarstjórn og knattspyrnuhetja. Hann sagðist ætla reyna hjálpa mér í borgarstjórn í því að fá þessa lóð.“ Svo kom að því að kjósa í borgarstjórn um það hver fengi lóðina. Hann var spurður hvenær hann gæti byrjað að byggja og Árni sagði strax. Albert hringdi svo í Árna. „Hann sagði, jæja leiknum er lokið og ég spyr hann, hver vann? við unnum 3-2.“ Árni segir að byrjað hafi verið að moka í júní árið 1981 og framkvæmdum lokið árið 1982. Áhugi Íslendinga á bíói Árna varð strax mjög mikill. Framkvæmdum við Bíóhöllina lauk árið 1982.Þröstur Árnason 450 þúsund manns á einu ári „Það voru allir sem héldu að við værum brjálaðir að fara út í kvikmyndahúsarekstur þegar videovæðingin var að byrja og var þannig út um allan heim en við trúðum alltaf á þetta. Þetta hús hérna við Álfabakka varð strax mjög vinsælt. Ég man eitt árið þegar við vorum með bar í þessu húsi vorum við með 450 þúsund manns í aðsókn á einu ári sem hefur aldrei verið gert aftur.“ Árni vildi stækka og keypti hann Austurbæjarbíó árið 1986 og þá var Nýja-Bíó keypt þar sem átti að sýna listrænar myndir. Það gekk þó ekki og var því bíói lokað. Árið 1994 var Kringlubíó svo stofnað og tíu árum seinni opnuðu Sambíóin svo í Egilshöll. Einnig rekur hann bíó á Akureyri og Keflavík. Hann segist alls ekki á leiðinni að hætta en synir hans tveir, Björn og Alfreð sjá um daglegan rekstur og hafa gert í fjölda ára. Árni hefur getið sér gott orð erlendis og er þekkt nafn í þeim heimi og er í stjórn næststærsta kvikmyndafyrirtækis heims Cineworld. „Þeir eru með 9550 sali í 760 kvikmyndahúsum og 38 þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu.“ Árni segir að umræðan undanfarin ár hafi verið að bíóin myndu á endanum loka vegna tæknibyltingar. „Bíóin hafa alltaf staðið allt af sér. Það byrjaði með því að sjónvarpið var gert að litasjónvarpi. Þá var búist við því að bíóin myndu detta niður. Ekki skeði það og núna er komin mjög mikil samkeppni erlendis frá í þessum streymisfyrirtækjum og það hefur sett aðsókn aðeins niður en núna eru stúdíóin að fækka minni myndum, hafa færri framleiðslur og allar mjög stórar myndir.“ Hann segir að stórar myndir bíði í hrönnum á árinu 2021 en hver skildi uppáhalds mynd Árna vera? „Mín uppáhaldsmynd er Rain Man og hefur alltaf verið,“ segir Árni en hvaða mynd hefur slegið aðsóknarmet á þessum fjörutíu árum. „Það er Joker sem var rosalega stór núna í fyrra og er það stærsta mynd frá Warner Brothers sem við höfum sýnt hérna á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Árna í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira