Pétur hefur gert nýjan eins árs samning við Hafnarfjarðarliðið en hann spilaði fjórtán leiki fyrir FH í deild og bikarkeppni á síðustu leiktíð eftir að hafa hætt við að hætta að leika knattspyrnu.
Alls hefur hann spilað 251 leik fyrir FH á ferli sínum og skorað tólf mörk.
FH var í 2.sæti Pepsi-Max deildarinnar þegar ákveðið var að ekki skyldi ljúka Íslandsmótinu vegna kórónuveirufaraldursins síðasta haust.