Rashford segir Mourinho hafa kennt sér að fá víti Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 09:31 Marcus Rashford fellur við í teignum en í þetta sinn fékk hann þó ekki víti. Getty/Phil Noble Umræða um vítaspyrnur er óhjákvæmileg í aðdraganda stórleiks Liverpool og Manchester United á sunnudaginn – liðanna sem nú eru efst í ensku úrvalsdeildinni. Marcus Rashford segir Jose Mourinho hafa hjálpað sér að fá oftar víti. Rashford, sem er 23 ára, lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-2018 og segir Portúgalann hafa kennt sér að vera „klókari“ í vítateig andstæðinganna: „Jose sagði: „Ef þú ert ekki klókur í því sem þú gerir, þá færðu ekki víti.““ Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho sem stjóri United í desember 2018 og síðan þá hefur United fengið 27 víti í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið. United setti met með því að fá 14 víti á einni leiktíð í deildinni, á síðustu leiktíð, og hefur fengið 11 víti ef talið er í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Þegar maður er að stinga sér inn fyrir vörnina eða að rekja boltann og sér tæklingu koma, þá vill maður ekki lenda í henni því maður er að reyna að finna tækifæri til að skora. En stundum hefðum við átt að fá fleiri víti. Þegar Jose var stjóri þá man ég eftir 5-6 skiptum þar sem ég hefði átt að fá víti,“ sagði Rashford. Ráðið sem Mourinho hefði gefið honum hefði verið nauðsynlegur lærdómur. Marcus Rashford á vítapunktinum.Getty/Michael Regan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því eftir tap gegn Southampton fyrir skömmu að United fengi fleiri vítaspyrnur en Liverpool. „Ég heyri núna að Manchester United hafi fengið fleiri víti á tveimur árum en ég á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort þetta er mér að kenna eða hvernig þetta getur gerst,“ sagði Klopp argur. Solskjær sagðist ekki eyða tíma sínum í að telja vítaspyrnur en sagði það eflaust rétt að lið sitt hefði fengið fleiri en Liverpool. „Er þetta staðreynd? Sennilega,“ sagði Solskjær, og vísaði um leið í fræg ummæli Rafa Benítez, fyrrverandi stjóra Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31 Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30 „United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Rashford, sem er 23 ára, lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-2018 og segir Portúgalann hafa kennt sér að vera „klókari“ í vítateig andstæðinganna: „Jose sagði: „Ef þú ert ekki klókur í því sem þú gerir, þá færðu ekki víti.““ Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho sem stjóri United í desember 2018 og síðan þá hefur United fengið 27 víti í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið. United setti met með því að fá 14 víti á einni leiktíð í deildinni, á síðustu leiktíð, og hefur fengið 11 víti ef talið er í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Þegar maður er að stinga sér inn fyrir vörnina eða að rekja boltann og sér tæklingu koma, þá vill maður ekki lenda í henni því maður er að reyna að finna tækifæri til að skora. En stundum hefðum við átt að fá fleiri víti. Þegar Jose var stjóri þá man ég eftir 5-6 skiptum þar sem ég hefði átt að fá víti,“ sagði Rashford. Ráðið sem Mourinho hefði gefið honum hefði verið nauðsynlegur lærdómur. Marcus Rashford á vítapunktinum.Getty/Michael Regan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því eftir tap gegn Southampton fyrir skömmu að United fengi fleiri vítaspyrnur en Liverpool. „Ég heyri núna að Manchester United hafi fengið fleiri víti á tveimur árum en ég á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort þetta er mér að kenna eða hvernig þetta getur gerst,“ sagði Klopp argur. Solskjær sagðist ekki eyða tíma sínum í að telja vítaspyrnur en sagði það eflaust rétt að lið sitt hefði fengið fleiri en Liverpool. „Er þetta staðreynd? Sennilega,“ sagði Solskjær, og vísaði um leið í fræg ummæli Rafa Benítez, fyrrverandi stjóra Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31 Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30 „United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31
Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30
„United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31