Özil hefur verð í herbúðum Arsenal frá árinu 2013 en hann kom til félagsins frá Real Madrid þar sem hann lék í þrjú ár. Einnig hefur hann leikið með Werder Bremen og Schalke 04 í heimalandinu, Þýskalandi.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafði þó lítinn áhuga á að nota Özil á þessari leiktíð. Hann var hvorki í 25 manna hóp félagsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni og hefur því ekki leikið mínúta það sem af er leiktíð.
Hann hefur verið orðaður burt frá félaginu en hann situr á ansi góðum launum hjá félaginu. Samningur hans rennur út í sumar en frá nú og þangað til í sumar er hann talinn eiga að þéna um sjö milljónir punda.
Arsenal og hann hafa hins vegar komist að samkomulagi um að rifta samningnum núna og borgar Arsenal því upp, að minnsta kosti, hluta samningsins. Özil ku vera á leið til Fenerbache í Tyrklandi en hann mun ferðast þangað um helgina og ganga frá sínum málum.
EXCLUSIVE: Arsenal & Mesut Ozil have an agreement in principle to terminate contract with immediate effect + end his 7.5yr #AFC career. If all goes to plan Fenerbahce expect 32yo to travel this weekend & complete move to #FENER as free agent @TheAthleticUK https://t.co/b9JCDK3miJ
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 16, 2021