Gísli Þorgeir: Þetta var ógeðslega gaman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2021 21:33 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar eftir leikinn með samherjum sínum. epa/Khaled Elfiqi Hljóðið var gott í Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir stórsigurinn á Alsír, 24-39, á HM í Egyptalandi í kvöld. „Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32
Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24
Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55