Getur allt gerst í milliriðlinum Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 21:37 Björgvin Páll og félagar fagna sigrinum gegn Marokkó í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld. „Leikurinn þróaðist vel fyrir okkur. Við komum í leikinn af kafti og það er ekkert sjálfgefið að vera yfir í hálfleik gegn þessu liði, hvað þá fimm mörkum. Þeir spila 3-3 vörn sem er ekkert grín að díla við í þriðja leik á stórmóti en við gerðum það og svo var svolítið formsatriði í seinni hálfleik að klára þetta,“ sagði Björgvin Páll við Vísi. Eftir að hafa ekki mátt spila handbolta á Íslandi í hundrað daga vegna kórónuveirunnar, og um tíma ekki einu sinni mátt æfa með hefðbundnum hætti, hefur Haukamaðurinn nú spilað tvo leiki á þremur dögum á HM og staðið sig afar vel. „Þetta er strembið mót, sérstaklega að spila alltaf hálftíu á kvöldin. Það er ekkert grín að ræsa fæturna en við gerðum það vel. Þetta hafa verið krefjandi verkefni, allir þessir leikir, en við förum sáttir á koddann í kvöld og ánægðir með að hafa tekið með okkur tvö stig í milliriðla,“ sagði Björgvin. Ekki illur vilji heldur vilji til að gera vel Þrír leikmenn Marokkó voru reknir af velli með rautt spjald í kvöld fyrir ansi gróf brot: „Þetta er eitthvað sem maður þekkir en þetta eru engir vitleysingar. Þeir eru „all in“ og þekkja kannski ekki sín mörk. Þeir eru með mikla orku, mikinn kraft og stórt hjarta, og ætla að gera allt til að vinna andstæðinginn. Það er erfitt fyrir þá að mæta Evrópuþjóðum, þar sem reglurnar eru kannski aðeins öðruvísi og tekið harðar á brotum. Brotin voru mörg hver mjög gróf en þetta er eitthvað sem á til að gerast þegar Evrópu- og Afríkuþjóðirnar mætast. Það er ekki illur vilji í þessum brotum, bara vilji til að gera vel,“ sagði Björgvin skilningsríkur. Framundan eru leikir við Sviss á miðvikudag, Frakkland á föstudag og Noreg á sunnudag, í milliriðlinum sem Portúgal og Alsír eru einnig hluti af. Tvö efstu liðin komast í 8 liða úrslit. Hvað segir Björgvin um framhaldið? „Þetta eru auðvitað stórar þjóðir sem við mætum, en skemmtilegar og við þekkjum þær mjög vel. Það er gott að geta farið með tvö stig og þokkalega markatölu inn í milliriðilinn og þar getur allt gerst. Við erum bara spenntir fyrir því að taka hvert verkefni fyrir sig, erum með ungt lið sem er að slípast til og held að við séum komnir á góðan stað og getum strítt þessum liðum og gert smá usla.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Guðmundur: Fegnastur að enginn skildi slasa sig Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. 18. janúar 2021 21:29 Norðmenn með tvö stig í milliriðil Íslands Norðmenn fara með tvö stig í milliriðil okkar Íslendinga eftir stórsigur á Austurríkismönnum í síðasta leik E-riðils. Lokatölur 38-29. 18. janúar 2021 20:59 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 21:00 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Leikurinn þróaðist vel fyrir okkur. Við komum í leikinn af kafti og það er ekkert sjálfgefið að vera yfir í hálfleik gegn þessu liði, hvað þá fimm mörkum. Þeir spila 3-3 vörn sem er ekkert grín að díla við í þriðja leik á stórmóti en við gerðum það og svo var svolítið formsatriði í seinni hálfleik að klára þetta,“ sagði Björgvin Páll við Vísi. Eftir að hafa ekki mátt spila handbolta á Íslandi í hundrað daga vegna kórónuveirunnar, og um tíma ekki einu sinni mátt æfa með hefðbundnum hætti, hefur Haukamaðurinn nú spilað tvo leiki á þremur dögum á HM og staðið sig afar vel. „Þetta er strembið mót, sérstaklega að spila alltaf hálftíu á kvöldin. Það er ekkert grín að ræsa fæturna en við gerðum það vel. Þetta hafa verið krefjandi verkefni, allir þessir leikir, en við förum sáttir á koddann í kvöld og ánægðir með að hafa tekið með okkur tvö stig í milliriðla,“ sagði Björgvin. Ekki illur vilji heldur vilji til að gera vel Þrír leikmenn Marokkó voru reknir af velli með rautt spjald í kvöld fyrir ansi gróf brot: „Þetta er eitthvað sem maður þekkir en þetta eru engir vitleysingar. Þeir eru „all in“ og þekkja kannski ekki sín mörk. Þeir eru með mikla orku, mikinn kraft og stórt hjarta, og ætla að gera allt til að vinna andstæðinginn. Það er erfitt fyrir þá að mæta Evrópuþjóðum, þar sem reglurnar eru kannski aðeins öðruvísi og tekið harðar á brotum. Brotin voru mörg hver mjög gróf en þetta er eitthvað sem á til að gerast þegar Evrópu- og Afríkuþjóðirnar mætast. Það er ekki illur vilji í þessum brotum, bara vilji til að gera vel,“ sagði Björgvin skilningsríkur. Framundan eru leikir við Sviss á miðvikudag, Frakkland á föstudag og Noreg á sunnudag, í milliriðlinum sem Portúgal og Alsír eru einnig hluti af. Tvö efstu liðin komast í 8 liða úrslit. Hvað segir Björgvin um framhaldið? „Þetta eru auðvitað stórar þjóðir sem við mætum, en skemmtilegar og við þekkjum þær mjög vel. Það er gott að geta farið með tvö stig og þokkalega markatölu inn í milliriðilinn og þar getur allt gerst. Við erum bara spenntir fyrir því að taka hvert verkefni fyrir sig, erum með ungt lið sem er að slípast til og held að við séum komnir á góðan stað og getum strítt þessum liðum og gert smá usla.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Guðmundur: Fegnastur að enginn skildi slasa sig Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. 18. janúar 2021 21:29 Norðmenn með tvö stig í milliriðil Íslands Norðmenn fara með tvö stig í milliriðil okkar Íslendinga eftir stórsigur á Austurríkismönnum í síðasta leik E-riðils. Lokatölur 38-29. 18. janúar 2021 20:59 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 21:00 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10
Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28
Guðmundur: Fegnastur að enginn skildi slasa sig Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. 18. janúar 2021 21:29
Norðmenn með tvö stig í milliriðil Íslands Norðmenn fara með tvö stig í milliriðil okkar Íslendinga eftir stórsigur á Austurríkismönnum í síðasta leik E-riðils. Lokatölur 38-29. 18. janúar 2021 20:59
Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 21:00