Klopp: Eins og lítið blóm sem augljóslega einhver hefur trampað á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:00 Jürgen Klopp situr úrræðalaus á bekknum eftir þegar ekkert gekk í sóknarleik Liverpool fjórða leikinn í röð AP/Peter Powell Jürgen Klopp sagði að það væri bjánalegt að honum að tala um einhverja titilbaráttu eftir að hans menn töpuðu á heimavelli á móti Burnley í gær og hafa þar með aðeins fengið samtals þrjú stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira
Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira